Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. mars 2025 15:18 Hamar/Þór vann mikilvægan sigur. vísir/Anton Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Hamar/Þór tóku uppkastið og lögðu af stað í fyrstu sókn leiksins. Bæði lið byrjuðu á að negla niður þrist sem gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í dag. Það var kraftur í Hamar/Þór sem tók Tindastól smá tíma að ná tökum á. Bæði lið spiluðu flotta vörn og voru að þvinga hvort annað í erfið skot. Eftir fyrsta leikhluta var allt jafnt 21-21. Fyrstu stig annars leikhluta létu aðeins bíða eftir sér. Flottar varnir hjá báðum liðum sem voru að ná góðu stoppi. Það var hinsvegar Anna Soffía Lárusdóttir sem braut þá hlekki þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar hún stökk upp í þrist. Þegar leið á leikhlutann voru Hamar/Þór komnar í bónus svo þær fóru oftar á vítalínuna við litla hrifningu gestana. Það mátti sjá pirring í liði Tindastóls sem fóru að láta minnstu hluti fara í taugarnar á sér. Hamar/Þór fór inn í hálfleikinn með sex stiga forskot 41-35. Þriðji leikhluti var mjög jafn. Bæði lið sýndu flottar rispur. Tindastóll var oft komið ansi nálægt Hamar/Þór en þá náðu heimakonur smá áhlaupi sem sleit þeim aðeins frá. Staðan eftir þriðja leikhluta var 67-61. Tindastóll náði flottu áhlaupi og hótaði að snúa leiknum sér í hag. Gestirnir fengu færi til þess en Hamar/Þór stóðst áhlaupið. Þetta var einhver hjalli sem Tindastóll komst bara ekki yfir. Hamar/Þór á móti gerði frábærlega að missa ekki trú þegar mómentið sveiflaðist og höfðu að lokum gríðarlega flottan og mikilvægan sigur 77-72. Atvik leiksins Alveg undir restina er Tindastóll með boltann tveimur stigum undir og 9.1 sek á klukkunni. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax og fá dæmda óíþróttamannslega villu. Hamar/Þór fer og klárar leikinn í kjölfarið. Stjörnur og skúrkar Abby Claire Beeman var allt í öllu hjá Hamar/Þór. Endar með næstum með þrefalda tvennu. Setur 19 stig, tekur 9 fráköst og á 12 stoðsendingar. Var virkilega öflug í dag. Hjá Tindastól er Edyta Ewa Falenzcyk atkvæðamest með 22 stig. Dómarinn Heilt yfir bara flott frammistaða. Ekkert út á tríóið að setja í dag. Bæði lið áttu einhver köll hér og þar en að mínu viti var þetta bara þokkalegasta dómgæsla. Stemingin og umgjörð Umgjörðin hérna í Þorlákshöfn er mjög góð. Það var allt til alls hérna fyrir þá sem mættu. Sjoppan stóð fyrir sínu, heitt á könnunni og nóg vatn í boði. „Búnar að tryggja að við föllum ekki beint“ „Gleði eru náttúrulega fyrstu viðbrögð að klára þetta. Þær eru án Randi Brown sem riðlar þeirra leik og riðlar á móti leikplaninu okkar. Við vorum búnar að setja upp leikinn eins og Randi væri með. Við missum svo Emmu Sóldísi út hérna í fyrri hálfleik sem er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Hákon Hjartarson þjálfari Hamar/Þórs eftir sigurinn í dag. „Ég er ánægður að ná sigri bara fyrir það fyrsta eftir tapið í síðata leik og við erum allavega búnar að tryggja okkur að við föllum ekki beint. Við erum allavega búnar að halda okkur í því. Aþena getur ekki náð okkur held ég með þessum sigri,“ hélt Hákon áfram. Hamar/Þór leiddi lungað úr leiknum og stóðust áhlaup Tindastóls þegar þau komu. „Í vetur höfum við verið í leikjum og verið yfir en það kemur alltaf svona óðagot á okkur og við förum alltaf að kasta boltanum frá okkur. Drífa okkur og ef við erum fimm stigum yfir eins og við gerðum í þessum leik og sérstaklega í fyrri hálfleik, fimm, sex stigum yfir og við erum að spila eins og við séum fimmtán stigum undir. Taka hraðar sóknir, léleg skot og tapa boltanum heimskulega. Sterkt fyrir andlegu hliðina að klára leikinn og sérstaklega eftir Aþenu leikinn síðast,“ Hamar/Þór eru búnar að kveða á burt þann draug að falla beint og eru nú komnar í þá stöðu að jafnvel geta farið að horfa upp fyrir sig og í átt að úrslitakeppninni. „Nú er það bara annaðhvort átta-liða úrslit eða umspil við 1.deildarliðin. Maður kaupir sér allavega fleiri leiki. Við þurfum allavega að undirbúa okkur undir það en bara gríðarlegur léttir að vita það farandi inn í næsta leik að við séum ekki fallin og getum ekki fallið beint,“ sagði Hákon Hjartarson. „Þær taka örlítið betri ákvarðanir en við í restina“ „Leikurinn var eins og hann átti að vera. Bæði lið að berjast fyrir sigrinum. Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og í restina á leiknum eru Hamar/Þór að taka betri ákvarðanir og það skilur á milli. Ég er mjög ánægður með framlagið í okkar liði. Þær skildu allt eftir á gólfinu en því miður var það ekki nóg. Við þurfum bara að halda í markmiðin okkar og ná allavega einum sigri í næstu þrem leikjum til að tryggja veru okkar í deildinni,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir tapið í dag. Tindastóll fékk nokkur færi á því að snúa leiknum sér í hag en hver var helsti munurinn á liðunum í kvöld? „Ég held að þetta hafi verið ákvörðunartakan í restina, Við jöfnuðum þær „physical“ í seinni hálfleik og spiluðum harða vörn en í endan þá fannst mér þær taka örlítið betri ákvarðanir en við“ Þrátt fyrir tap Tindastóls í kvöld hefur Israel Martin ekki áhyggjur af því að hans lið sogist í einhverja fallbaráttu. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum bara að taka þetta æfingu fyrir æfingu og leik fyrir leik. Núna snýst þetta bara um góða endurheimt fyrir stelpurnar og byrja að undirbúa Aþenu leikinn eins fljótt og hægt er. Við þurfum að fara þangað og berjast ,“ Bónus-deild karla Hamar Þór Þorlákshöfn Tindastóll
Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Hamar/Þór tóku uppkastið og lögðu af stað í fyrstu sókn leiksins. Bæði lið byrjuðu á að negla niður þrist sem gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í dag. Það var kraftur í Hamar/Þór sem tók Tindastól smá tíma að ná tökum á. Bæði lið spiluðu flotta vörn og voru að þvinga hvort annað í erfið skot. Eftir fyrsta leikhluta var allt jafnt 21-21. Fyrstu stig annars leikhluta létu aðeins bíða eftir sér. Flottar varnir hjá báðum liðum sem voru að ná góðu stoppi. Það var hinsvegar Anna Soffía Lárusdóttir sem braut þá hlekki þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar hún stökk upp í þrist. Þegar leið á leikhlutann voru Hamar/Þór komnar í bónus svo þær fóru oftar á vítalínuna við litla hrifningu gestana. Það mátti sjá pirring í liði Tindastóls sem fóru að láta minnstu hluti fara í taugarnar á sér. Hamar/Þór fór inn í hálfleikinn með sex stiga forskot 41-35. Þriðji leikhluti var mjög jafn. Bæði lið sýndu flottar rispur. Tindastóll var oft komið ansi nálægt Hamar/Þór en þá náðu heimakonur smá áhlaupi sem sleit þeim aðeins frá. Staðan eftir þriðja leikhluta var 67-61. Tindastóll náði flottu áhlaupi og hótaði að snúa leiknum sér í hag. Gestirnir fengu færi til þess en Hamar/Þór stóðst áhlaupið. Þetta var einhver hjalli sem Tindastóll komst bara ekki yfir. Hamar/Þór á móti gerði frábærlega að missa ekki trú þegar mómentið sveiflaðist og höfðu að lokum gríðarlega flottan og mikilvægan sigur 77-72. Atvik leiksins Alveg undir restina er Tindastóll með boltann tveimur stigum undir og 9.1 sek á klukkunni. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax og fá dæmda óíþróttamannslega villu. Hamar/Þór fer og klárar leikinn í kjölfarið. Stjörnur og skúrkar Abby Claire Beeman var allt í öllu hjá Hamar/Þór. Endar með næstum með þrefalda tvennu. Setur 19 stig, tekur 9 fráköst og á 12 stoðsendingar. Var virkilega öflug í dag. Hjá Tindastól er Edyta Ewa Falenzcyk atkvæðamest með 22 stig. Dómarinn Heilt yfir bara flott frammistaða. Ekkert út á tríóið að setja í dag. Bæði lið áttu einhver köll hér og þar en að mínu viti var þetta bara þokkalegasta dómgæsla. Stemingin og umgjörð Umgjörðin hérna í Þorlákshöfn er mjög góð. Það var allt til alls hérna fyrir þá sem mættu. Sjoppan stóð fyrir sínu, heitt á könnunni og nóg vatn í boði. „Búnar að tryggja að við föllum ekki beint“ „Gleði eru náttúrulega fyrstu viðbrögð að klára þetta. Þær eru án Randi Brown sem riðlar þeirra leik og riðlar á móti leikplaninu okkar. Við vorum búnar að setja upp leikinn eins og Randi væri með. Við missum svo Emmu Sóldísi út hérna í fyrri hálfleik sem er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Hákon Hjartarson þjálfari Hamar/Þórs eftir sigurinn í dag. „Ég er ánægður að ná sigri bara fyrir það fyrsta eftir tapið í síðata leik og við erum allavega búnar að tryggja okkur að við föllum ekki beint. Við erum allavega búnar að halda okkur í því. Aþena getur ekki náð okkur held ég með þessum sigri,“ hélt Hákon áfram. Hamar/Þór leiddi lungað úr leiknum og stóðust áhlaup Tindastóls þegar þau komu. „Í vetur höfum við verið í leikjum og verið yfir en það kemur alltaf svona óðagot á okkur og við förum alltaf að kasta boltanum frá okkur. Drífa okkur og ef við erum fimm stigum yfir eins og við gerðum í þessum leik og sérstaklega í fyrri hálfleik, fimm, sex stigum yfir og við erum að spila eins og við séum fimmtán stigum undir. Taka hraðar sóknir, léleg skot og tapa boltanum heimskulega. Sterkt fyrir andlegu hliðina að klára leikinn og sérstaklega eftir Aþenu leikinn síðast,“ Hamar/Þór eru búnar að kveða á burt þann draug að falla beint og eru nú komnar í þá stöðu að jafnvel geta farið að horfa upp fyrir sig og í átt að úrslitakeppninni. „Nú er það bara annaðhvort átta-liða úrslit eða umspil við 1.deildarliðin. Maður kaupir sér allavega fleiri leiki. Við þurfum allavega að undirbúa okkur undir það en bara gríðarlegur léttir að vita það farandi inn í næsta leik að við séum ekki fallin og getum ekki fallið beint,“ sagði Hákon Hjartarson. „Þær taka örlítið betri ákvarðanir en við í restina“ „Leikurinn var eins og hann átti að vera. Bæði lið að berjast fyrir sigrinum. Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og í restina á leiknum eru Hamar/Þór að taka betri ákvarðanir og það skilur á milli. Ég er mjög ánægður með framlagið í okkar liði. Þær skildu allt eftir á gólfinu en því miður var það ekki nóg. Við þurfum bara að halda í markmiðin okkar og ná allavega einum sigri í næstu þrem leikjum til að tryggja veru okkar í deildinni,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir tapið í dag. Tindastóll fékk nokkur færi á því að snúa leiknum sér í hag en hver var helsti munurinn á liðunum í kvöld? „Ég held að þetta hafi verið ákvörðunartakan í restina, Við jöfnuðum þær „physical“ í seinni hálfleik og spiluðum harða vörn en í endan þá fannst mér þær taka örlítið betri ákvarðanir en við“ Þrátt fyrir tap Tindastóls í kvöld hefur Israel Martin ekki áhyggjur af því að hans lið sogist í einhverja fallbaráttu. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum bara að taka þetta æfingu fyrir æfingu og leik fyrir leik. Núna snýst þetta bara um góða endurheimt fyrir stelpurnar og byrja að undirbúa Aþenu leikinn eins fljótt og hægt er. Við þurfum að fara þangað og berjast ,“
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli