Innlent

Árni Johnsen vill 10 þúsund milljarða frá Bretum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Johnsen vill að íslenskra ríkið krefjist 10 þúsund milljarða frá Bretum.
Árni Johnsen vill að íslenskra ríkið krefjist 10 þúsund milljarða frá Bretum.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að ríkisstjórnin höfði mál gegn breska ríkinu vegna hryðjuverkalaganna sem beitt var gegn Íslendingum við bankahrunið. Þá vill hann að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu verði stefnt fyrir afskiptaleysi þeirra i málinu.

Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem Árni lagði fram í gær. Meðflutningsmenn tillögunnar eru Guðlaugur Þór Þórðarsson og Unnur Brá Konráðsdóttir samflokksmenn Árna.

Þau vilja að ríkisstjórnin krefjist skaðabóta að fjárhæð 11 þúsund milljarða íslenskra króna vegna áhrifa af beitingu hryðjuverkalaganna fyrir sjálfstæði Íslands, virðingu, efnahag og ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.

Þingmennirnir vilja að ríkið krefjist 10 þúsund milljarða frá Bretum vegna þeirra hlutar, 500 milljarða frá NATO og 500 milljarða frá Evrópusambandinu vegna afskiptaleysis þeirra tveggja. Þetta sé lág krafa með tilliti til umfangs tjónsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×