Innlent

„Ég er niðurbrotinn maður“

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segist niðurbrotinn vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem saka Gunnar um kynferðislega áreitni er tvær fyrrverandi mágkonur hans

Pressan hefur sagt frá þessum ásökunum af og til undanfarnar vikur en í dag birti vefmiðillinn yfirlýsingu frá fimm konum sem segja að Gunnar hafi árætt þær kynferðislega. Þessu meintu brot eru fyrnd en konunarnar voru sumar hverjar undir lögaldri þegar þau áttu sér stað.

Þær vilja að stjórn trúfélagsins Krossins fari yfir vitnisburði þeirra og taki á málinu í kjölfarið, en Gunnar er sjálfur í stjórninni auk þess sem hann er forstöðumaður.

Konurnar segja í yfirlýsingu sinni að meint brot Gunnars hafi valdið valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu.

En um hvað snúast þessar ásakanir?

„Þetta snýst um kynferðislegt ofbeldi af hendi Gunnars Þorsteinssonar forstöðumanns í Krossinum," segir Ásta Knútsdóttir talskona kvennanna. Aðspurð hvort konurnar hafi borið þessa reynslu með sér lengi segir Ásta: „Flestar þeirra mjög lengi, en við vitum líka að það eru margar að koma í ljós núna, það rignir inn símtölum og tölvupóstum," segir Ásta.

Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gunnar að allar áskanir um kynferðislegta áreitni að hans hálfu séu ósannar. „Ég er niðurbrotinn maður og mun leita réttar míns. Ég ætla að hreinsa mannorð mitt," sagði Gunnar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×