Enski boltinn

Aron Einar lagði upp mark í sigri Cardiff | Enn tapar Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar og félagar eru á fínni siglingu.
Aron Einar og félagar eru á fínni siglingu. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lagði upp mark í 0-2 sigri Cardiff City á Leeds United í ensku B-deildinni í dag.

Cardiff hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og er komið upp í 14. sæti deildarinnar.

Sean Morrison kom Cardiff yfir á 53. mínútu og Kenneth Zohore bætti öðru marki við á 71. mínútu eftir undirbúning Arons Einars.

Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Aston Villa sem tapaði 0-1 fyrir Ipswich Town á Villa Park.

Villa hefur tapað öllum þremur leikjunum síðan Birkir kom til liðsins. Villa er í 17. sæti deildarinnar.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Fulham vann 3-2 sigur á Wigan Athletic. Fulham er í 9. sæti, sex stigum frá umspilssæti.

Hörður Björgvin Magnússon, sem fagnar 24 ára afmæli sínu í dag, lék ekki með Bristol City sem gerði 3-3 jafntefli við Derby County á Pride Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×