Fréttir

Veg­farandinn er látinn

Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Innlent

Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar.

Innlent

Fimm­tán látnir í nýjustu á­rásum Ísraelshers

Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás.

Erlent

Segir Harris veika á geði

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin.

Erlent

„Við vitum ekki neitt og höldum bara á­fram að bíða“

Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan.

Innlent

Lítið jökul­hlaup hafið í Skálm

Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar.

Innlent

Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hez­bollah

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran.

Erlent

Minnst 66 látnir eftir flóð í Nepal

Minnst 66 eru látnir í Nepal eftir flóð og skriðuföll vegna gífurlegrar úrkomu sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Búist er við að áfram haldi að rigna um helgina. Ekki er vitað um afdrif 69 manna.

Erlent

Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah

Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út.

Erlent

Neyddist til að af­lífa 125 krókódíla í út­rýmingar­hættu

Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs.

Erlent

„Ég hitti ungt fjöl­skyldu­fólk sem er gjör­sam­lega að kikna“

„Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“

Innlent

Ullarvika til heiðurs ís­lensku sauð­kindinni

Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu.

Innlent

„Ó­þekku börnin frá Grinda­vík“ vakti úlf­úð

Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. 

Innlent