Fréttir Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01 Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. Innlent 28.5.2024 11:37 Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Innlent 28.5.2024 11:30 Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10 Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. Innlent 28.5.2024 10:52 Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44 Biður kvikmyndagerðarmanninn afsökunar Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi. Innlent 28.5.2024 10:10 Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47 Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. Erlent 28.5.2024 08:21 Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. Innlent 28.5.2024 07:58 Skýjað og dálítil væta í dag Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind. Veður 28.5.2024 07:25 Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Erlent 28.5.2024 07:04 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Erlent 28.5.2024 06:41 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Innlent 27.5.2024 23:00 Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Innlent 27.5.2024 22:56 Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. Innlent 27.5.2024 22:18 Háspennubilun í Breiðholti Háspennubilun er í Breiholti í Reykjavík þessa stundina. Hún veldur rafmagnsleysi og þá er heitavatnslaust í hverfinu. Innlent 27.5.2024 20:51 Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Innlent 27.5.2024 20:40 Tafir á Miklubraut í sumar vegna framkvæmda Unnið verður að því að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Innlent 27.5.2024 19:15 Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Innlent 27.5.2024 19:06 Soffía er nýr skólameistari FSu Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Innlent 27.5.2024 18:58 Forsetakosningar, kjaradeilur og hundrað kílómetra ganga Íslendingar ganga að kjörborðinu um helgina og spennandi lokametrar í kosningabaráttunni eru fram undan. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mun Heimir Már Pétursson rýna í skoðanakannanir og greina stöðuna. Innlent 27.5.2024 18:30 Tveir bílar skullu saman í Kolgrafarfirði Sjúkrabílar og slökkvilið í Grundarfirði vinna enn á vettvangi bílslyss í Kolgrafarfirði. Tveir bílar skullu þar saman og annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl. Innlent 27.5.2024 18:22 Ungmenni kveiktu í skólabókum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum. Innlent 27.5.2024 17:10 Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Erlent 27.5.2024 16:57 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27.5.2024 16:08 « ‹ 230 231 232 233 234 235 236 237 238 … 334 ›
Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01
Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. Innlent 28.5.2024 11:37
Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Innlent 28.5.2024 11:30
Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10
Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. Innlent 28.5.2024 10:52
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44
Biður kvikmyndagerðarmanninn afsökunar Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi. Innlent 28.5.2024 10:10
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47
Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. Erlent 28.5.2024 08:21
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. Innlent 28.5.2024 07:58
Skýjað og dálítil væta í dag Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind. Veður 28.5.2024 07:25
Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Erlent 28.5.2024 07:04
Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Erlent 28.5.2024 06:41
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Innlent 27.5.2024 23:00
Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Innlent 27.5.2024 22:56
Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. Innlent 27.5.2024 22:18
Háspennubilun í Breiðholti Háspennubilun er í Breiholti í Reykjavík þessa stundina. Hún veldur rafmagnsleysi og þá er heitavatnslaust í hverfinu. Innlent 27.5.2024 20:51
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Innlent 27.5.2024 20:40
Tafir á Miklubraut í sumar vegna framkvæmda Unnið verður að því að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Innlent 27.5.2024 19:15
Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Innlent 27.5.2024 19:06
Soffía er nýr skólameistari FSu Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Innlent 27.5.2024 18:58
Forsetakosningar, kjaradeilur og hundrað kílómetra ganga Íslendingar ganga að kjörborðinu um helgina og spennandi lokametrar í kosningabaráttunni eru fram undan. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mun Heimir Már Pétursson rýna í skoðanakannanir og greina stöðuna. Innlent 27.5.2024 18:30
Tveir bílar skullu saman í Kolgrafarfirði Sjúkrabílar og slökkvilið í Grundarfirði vinna enn á vettvangi bílslyss í Kolgrafarfirði. Tveir bílar skullu þar saman og annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl. Innlent 27.5.2024 18:22
Ungmenni kveiktu í skólabókum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum. Innlent 27.5.2024 17:10
Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Erlent 27.5.2024 16:57
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27.5.2024 16:08