Fréttir

Varan­lega hreyfi­hömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vott­orði

Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið og deilunni vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Við ræðum við verkalýðsforingja í fréttatímanum.

Innlent

Rask á flugi í fyrra­málið vegna veðurs

Flugi Play til Frankfurt í fyrramálið hefur verið aflýst vegna óveðurs en gul viðvörun tekur gildi í nótt. Þá hefur bæði brottförum til Evrópu og komum frá Bandaríkjunum verið seinkað.

Innlent

Endur­tekning á síðustu kosningum í kortunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri.

Erlent

Skellti upp úr yfir ó­væntum hávaðakvörtunum

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík.

Innlent

Fundu lungnaorm í inn­fluttum hundi

Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu.

Innlent

Ó­venju margir dauðir auðnutittlingar

Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. 

Innlent

Vill sjá minnis­varða um MeT­oo rísa í Reykja­vík

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar.

Innlent

Framhjól Boeing 757 féll af flug­vélinni

Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak.

Erlent

Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land

Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls.

Erlent

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent

Orban gefur grænt ljós á inn­göngu Svía

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er.

Erlent

Halda fast í fyrri ráð­gjöf um engar loðnu­veiðar

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi.

Innlent

Fékk níu fíkni­efna­sendingar á ör­fáum mánuðum

Karlmaður hefur fengið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur, skilorðsbundin til tveggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Á nokkrum mánuðum árið 2021 fékk hann níu sendingar erlendis frá sem innihéldu ýmis fíkniefni sem tollverðir fundu í póstmiðstöð í Reykjavík.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegifréttum verður rætt við jarðeðlisfræðing um ástandið á Reykjanesi en verulega hefur dregið úr skjálftavirkni síðustu daga.

Innlent

Pall­borðið í dag: Hvað heldur stjórnar­flokkunum saman?

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu.

Innlent

Her­flug­vél féll til jarðar í Belgorod

Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns.

Erlent

Kárs­nes­skóla skipt upp í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Meginástæðan er fjölgun nemenda.

Innlent

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent

Dregur úr land­risi og ró­legt á Reykja­nesi

Verulega virðist hafa dregið úr landrisi í Svartsengi og nágrenni síðustu tvo sólarhringa samkvæmt gögnum úr síritandi GPS mælum. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga horfa til samspils fleiri mælinga og staðan því óbreytt.

Innlent