Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnarinnar.

Innlent

Mátti reka ó­létta konu

Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. 

Innlent

Fyrsta geimskot nýrrar eld­flaugar heppnaðist

Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega.

Erlent

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent

Drápu hátt­settan leið­toga Hesbollah

Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október.

Erlent

Hjón létust á Grindavíkurvegi

Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn.

Innlent

Brennuvargurinn í Kópa­vogi gengur laus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á stjórnarheimilinu í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis þess efnis að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði ekki gætt meðalhófs þegar hún bannaði hvalveiðar tímabundið.

Innlent

Sam­komu­lag loks í höfn en lokun stofnana enn mögu­leg

Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma.

Erlent

Hyggst leggja fram van­trausts­til­lögu gegn Svan­dísi

Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum.

Innlent

Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr ein­angrun

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi.

Erlent

Á­kærður fyrir morðið á Emilie Meng

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar.

Erlent

Vatns- og matar­skortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí

Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna.

Innlent

Skóla­fé­lagarnir kölluðu hann „Kidda kóng“

Þann 2.febrúar árið 2022 átti sér stað skelfilegur harmleikur við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Hópur nemenda hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann; hefð sem hefur tíðkast í áratugi. Einn nemandinn, Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson varð fyrir bíl og lést. Hann var einungis 19 ára gamall. Samfélagið í Þingeyjarsveit var slegið.

Innlent