Fréttir Vegum lokað vegna veðurs Hringveginum um Öxnadalsheiði auk Mývatns- og Möðrudalsöræfa verður lokað í kvöld vegna veðurs. Eins er líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um um allt land. Innlent 3.6.2024 13:31 Kolbeinn Sigþórsson sýknaður Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Innlent 3.6.2024 13:03 TikTok myndbönd Höllu T sem náðu til unga fólksins Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins. Innlent 3.6.2024 13:00 Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 3.6.2024 12:42 Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Innlent 3.6.2024 12:15 Fylgjast grannt með nýrri sprungu innan varnargarðanna Veðurstofa Íslands fylgist grannt með sprungu sem opnaðist innan varnargarðanna nærri Grindavík á laugardaginn en gufa streymir frá sprungunni vegna mikils hita undir yfirborðinu. Þetta staðfestir náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Innlent 3.6.2024 11:58 Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Innlent 3.6.2024 11:56 Tekist á um útlendingamálin og brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á útlendingalögum sem virðast standa eitthvað í alþingismönnum. Innlent 3.6.2024 11:39 Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Erlent 3.6.2024 11:32 Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Innlent 3.6.2024 11:31 Von á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku Lögreglan á Vestfjörðum segist enn engu nær varðandi dánarorsök sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi á Bolungarvík í síðustu viku. Von er á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku. Innlent 3.6.2024 11:27 Skeiða- og Gnúpverjahreppur enn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps greiddu atkvæði samhliða forsetakosningum um helgina um hvort breyta skyldi nafni hreppsins. Íbúar ákváðu að halda í nafnið og því lifir Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Innlent 3.6.2024 11:07 „Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Innlent 3.6.2024 10:48 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Innlent 3.6.2024 10:45 Fundi aflýst í allsherjar- og menntamálanefnd Fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var aflýst með skömmum fyrirvara í morgun. Innlent 3.6.2024 10:39 Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. Innlent 3.6.2024 10:37 Sjö af hverjum tíu Íslendingum í yfirþyngd eða offitu Kristján Þór Gunnarsson læknir, segir Ísland statt í miðjum faraldri samfélags- og lífsstílssjúkdóma. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist tími til kominn að samfélagið allt taki gagngera umræðu um samfélagið okkar og lifnaðarhættina, enda bendi allar undirliggjandi tölur til þess að við séum sífellt að verða veikari. Innlent 3.6.2024 10:30 Vilja samstarf við Norðurlöndin vegna fólks sem vill ekki fara Fjórir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmálaráðherra að leita samstarfs við kollega sína á Norðurlöndum um móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið umsókn sinni synjað. Innlent 3.6.2024 10:18 Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04 Vítisvist á Unglingaheimili ríkisins Maður sem var sem unglingur vistaður á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi lýsir vítisvist. Innilokunum, barsmíðum og kynferðislegu ofbeldi. Tveir starfsmenn hafi sparkað úr honum tennurnar þegar þeim mistókst að koma fram vilja sínum. Sanngirnisbætur sem hann fékk á sínum tíma hafi ekki einu sinni dugað fyrir tannlækniskostnaði. Innlent 3.6.2024 08:01 Tveir skotnir til bana í Norrköping Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið tvo menn til bana í íbúð í fjölbýlishúsi í borginni Norrköping. Erlent 3.6.2024 07:44 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Erlent 3.6.2024 07:18 Fylgjast grannt með hraunflæðinu Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram og nú gýs á þremur gígum. Innlent 3.6.2024 07:18 Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Veður 3.6.2024 07:16 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. Erlent 3.6.2024 06:43 Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. Innlent 2.6.2024 23:07 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. Innlent 2.6.2024 22:22 Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Innlent 2.6.2024 21:33 Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Innlent 2.6.2024 21:31 Fínt að það séu ekki bara „kallaforsetar“ Fólki á förnum vegi líst almennt vel á nýkjörinn forseta, og yngri kynslóðin hefur ekki síður sterkar skoðanir á ungangengnum kosningum. Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við nokkra kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Innlent 2.6.2024 20:39 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Vegum lokað vegna veðurs Hringveginum um Öxnadalsheiði auk Mývatns- og Möðrudalsöræfa verður lokað í kvöld vegna veðurs. Eins er líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um um allt land. Innlent 3.6.2024 13:31
Kolbeinn Sigþórsson sýknaður Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Innlent 3.6.2024 13:03
TikTok myndbönd Höllu T sem náðu til unga fólksins Afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum má meðal annars þakka því hve vel hún náði til yngri hóps kjósenda. Kosningateymi Höllu nýtti samfélagsmiðilinn TikTok mjög vel til að ná til unga fólksins. Innlent 3.6.2024 13:00
Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 3.6.2024 12:42
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Innlent 3.6.2024 12:15
Fylgjast grannt með nýrri sprungu innan varnargarðanna Veðurstofa Íslands fylgist grannt með sprungu sem opnaðist innan varnargarðanna nærri Grindavík á laugardaginn en gufa streymir frá sprungunni vegna mikils hita undir yfirborðinu. Þetta staðfestir náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Innlent 3.6.2024 11:58
Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Innlent 3.6.2024 11:56
Tekist á um útlendingamálin og brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á útlendingalögum sem virðast standa eitthvað í alþingismönnum. Innlent 3.6.2024 11:39
Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Erlent 3.6.2024 11:32
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Innlent 3.6.2024 11:31
Von á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku Lögreglan á Vestfjörðum segist enn engu nær varðandi dánarorsök sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi á Bolungarvík í síðustu viku. Von er á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku. Innlent 3.6.2024 11:27
Skeiða- og Gnúpverjahreppur enn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps greiddu atkvæði samhliða forsetakosningum um helgina um hvort breyta skyldi nafni hreppsins. Íbúar ákváðu að halda í nafnið og því lifir Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Innlent 3.6.2024 11:07
„Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Innlent 3.6.2024 10:48
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Innlent 3.6.2024 10:45
Fundi aflýst í allsherjar- og menntamálanefnd Fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var aflýst með skömmum fyrirvara í morgun. Innlent 3.6.2024 10:39
Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. Innlent 3.6.2024 10:37
Sjö af hverjum tíu Íslendingum í yfirþyngd eða offitu Kristján Þór Gunnarsson læknir, segir Ísland statt í miðjum faraldri samfélags- og lífsstílssjúkdóma. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist tími til kominn að samfélagið allt taki gagngera umræðu um samfélagið okkar og lifnaðarhættina, enda bendi allar undirliggjandi tölur til þess að við séum sífellt að verða veikari. Innlent 3.6.2024 10:30
Vilja samstarf við Norðurlöndin vegna fólks sem vill ekki fara Fjórir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmálaráðherra að leita samstarfs við kollega sína á Norðurlöndum um móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið umsókn sinni synjað. Innlent 3.6.2024 10:18
Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04
Vítisvist á Unglingaheimili ríkisins Maður sem var sem unglingur vistaður á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi lýsir vítisvist. Innilokunum, barsmíðum og kynferðislegu ofbeldi. Tveir starfsmenn hafi sparkað úr honum tennurnar þegar þeim mistókst að koma fram vilja sínum. Sanngirnisbætur sem hann fékk á sínum tíma hafi ekki einu sinni dugað fyrir tannlækniskostnaði. Innlent 3.6.2024 08:01
Tveir skotnir til bana í Norrköping Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið tvo menn til bana í íbúð í fjölbýlishúsi í borginni Norrköping. Erlent 3.6.2024 07:44
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Erlent 3.6.2024 07:18
Fylgjast grannt með hraunflæðinu Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram og nú gýs á þremur gígum. Innlent 3.6.2024 07:18
Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Veður 3.6.2024 07:16
Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. Erlent 3.6.2024 06:43
Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. Innlent 2.6.2024 23:07
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. Innlent 2.6.2024 22:22
Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Innlent 2.6.2024 21:33
Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Innlent 2.6.2024 21:31
Fínt að það séu ekki bara „kallaforsetar“ Fólki á förnum vegi líst almennt vel á nýkjörinn forseta, og yngri kynslóðin hefur ekki síður sterkar skoðanir á ungangengnum kosningum. Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við nokkra kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Innlent 2.6.2024 20:39