Fréttir

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. ​Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Erlent

Sveitar­fé­lagið hafi brugðist fötluðum syni hans

„Við erum ekki að biðja um stóra hluti, bara að sveitarfélagið gefi sér sjálft tíma til að fara í þær framkvæmdir sem það ætlar sér að fara í áður en við þurfum að flytja barnið okkar milli skóla,“ segir Hjörvar Árni Leósson, íbúi í Skagafirði og faðir fimm ára drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu. 

Innlent

Fjöldi mála hjá lög­reglu í nótt

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var annasöm að því er segir í fréttaskeyti lögreglunnar. Fjöldi mála komu á borð lögreglu milli klukkan fimm í gær og fimm í morgun, eða 44, fyrir utan almennt eftirlit. 

Innlent

Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grinda­vík

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Innlent

Hellis­heiði lokað eftir tvö slys

Veginum um Hellisheiði var lokað í dag vegna tveggja slysa. Slysin eru bæði sögð hafa orðið vegna slæms skyggnis og hálku. Engan sakaði alvarlega í slysunum og er vegurinn enn lokaður.

Innlent

Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum

Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið.

Erlent

FÁSES skorar á Rúv að senda ekki lag í Euro­vision

FÁSES skorar á forsvarsmenn Rúv og leggja til að Ísland sendi ekki keppendur í Eurovision á næsta ári, verði Ísrael með í keppninni. Þetta var ákveðið með atkvæðagreiðslu á félagafundi sem haldinn var á dögunum vegna umræðu um sniðgöngu Eurovision.

Innlent

Hæsti­réttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.

Erlent

Erfitt að eyða jólunum fjarri fjöl­skyldunni en ekkert annað í boði

Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima  mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu.

Innlent

Stálu verki eftir Banksy meðan fólk horfði á

Stuldur stöðvunarskiltis með verki eftir götulistamanninn Bansky hefur verið tilkynntur til lögreglu. Listaverkið, sem talið er vera allt að hálfrar milljónar punda virði, var tekið af tveimur mönnum innan við hálftíma eftir að staðfest var að það var eftir Banksy.

Erlent

Ætlar ekki að gista í Grinda­vík

Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent

„Troðið í ykkur klökum og haldið hel­vítis kjafti“

Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Erlent

Kýldi lög­reglu­þjón í and­litið

Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt.

Innlent

Lagði snemma á­herslu á að her­bergið væri hans einkaheimur

Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. 

Innlent