Fréttir

Lést af veikindum í heitri laug

Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Innlent

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Innlent

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Erlent

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Erlent

Reyna að leggja stein í götu ný­kjörins for­seta Gvate­mala

Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan.

Erlent

Tekur ekki þátt í kapp­ræðum: „Al­menningur veit hver ég er“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær.

Erlent

Úr­koma á stórum hluta landsins í dag

Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið.

Veður

Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkra­tjaldi

Kristján Haf­þórs­son, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykja­víkur­mara­þoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálf­mara­þoni þegar hann rankaði skyndi­lega við sér í sjúkra­tjaldi. Á­stæðan reyndist of­reynsla og of­þornun og flytja þurfti Kristján á Land­spítalann.

Innlent

Bíll í ljósum logum á Miklubraut

Slökkviliðinu barst tilkynning um bíl í ljósum logum á Miklubraut við göngubrúna við Grundargerði rétt hjá Skeifunni. Slökkviliðið segir alla farþega komna út úr bílnum og að verið sé að slökkva eldinn.

Innlent

Tesla Cybertruck á Íslandi

Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins.

Bílar

Tjón sem slagar upp í 90 milljónir

Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan.

Innlent

Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar.

Innlent

Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum

Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um útlendingamálin, en félagsmálaráðherra segir framkvæmd laga þar að lútandi ekki nógu góða. Aldrei hafi verið lagt upp með að fólk endaði á götunni. 

Innlent