Erlent

Gítar­leikari Chili Peppers kærður fyrir að verða manni að bana

Jón Þór Stefánsson skrifar
Josh Klinghoffer á tónleikum með Red Hot Chili Peppers árið 2017.
Josh Klinghoffer á tónleikum með Red Hot Chili Peppers árið 2017. Getty

Josh Klinghoffer, fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokkhljómsvetiarinnar Red Hot Chili Peppers, hefur verið kærður fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og valda honum dauða.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað í borginni Alhambra, sem er úthverfi Los Angeles, í mars síðastliðnum.

Los Angeles Times greinir frá þessu, en það er ættingi hins látna sem höfðar málið á hendur gítarleikaranum. Í kærunni segir að Klinghoffer hafi verið að aka svörtum GMC-jeppa á 47 ára gamlan karlmann sem var úrskurðaður látinn í kjölfarið.

„Vegfarandanum var kastað eða hann dreginn yfir malbikið þar sem hann hlaut mikla áverka á höfði, og síðan lá hann á gangstéttinni þangað til sjúkralið kom á vettvang,“ segir í kærunni.

Mynband af atvikinu var birt á vef TMZ. Í kærunni segir að svo virðist sem Klinghoffer hafi eki gert tilraun til að bremsa að hægja á bílnum þangað til eftir að bílnum hafði verið ekið á hinn látna.

Lögmaður Klinghoffer hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins þar sem að fullyrt er að um sorglegt slys sé að ræða.

„Eftir að Josh ók á vegfarandann á gatnamótunum stöðvaði hann bíllinn strax, hringdi á neyðarlínuna og beið eftir að lögregla og sjúkralið kom á vettvang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að sjálfsögðu er hann samstarfsfús lögreglu við rannsókn málsins. Þetta var hreinlega hræðilegt slys.“

Klinghoffer var meðlimur Red Hot Chili Peppers frá 2009 til 2019, og árið 2012 var hann vígður inn í frægarhöll rokksins ásamt hljómsveitinni. 

Eftir að hann fór frá Chili Peppers hefur hann túrað og tekið upp tónlist með Pearl Jam og Iggy Pop.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×