Fréttir

Máttu ekki banna frétta­menn AP

Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill.

Erlent

Fastur á Kefla­víkur­flug­velli í fjóra sólar­hringa án alls

Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi.

Innlent

Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum

Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X

Erlent

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Innlent

Fyrsta lang­reyðurin á ver­tíðinni háði 35 mínútna dauða­stríð

Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti.

Innlent

„Bara ein­falt að leyfa fólki að leita að olíu“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Innlent

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent

Gosvá á höfuð­borgar­svæðinu, dauða­stríð og áhorfendabann

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Viður­kenndi brot gegn barn­ungri systur en sýknaður

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

Innlent

Land­ris hraðara en eftir síðustu eld­gos

Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum.

Innlent

Segjast hafa hand­samað Kín­verja sem börðust með Rússum

Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina.

Erlent

„Ekki leika þennan leik“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.

Innlent

Fé­lag at­vinnu­rek­enda svarar Ríkis­endur­skoðun

Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi.

Innlent

„Þetta eru at­burðir sem við höfum aldrei séð áður“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands.

Innlent