Fréttir

Fjársöfnunin á borð lög­reglu í enn eitt skiptið

Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. 

Innlent

Dregur um­mælin til baka og biðst af­sökunar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla.

Innlent

Byrlunarmálið og of­beldi í Breið­holti

Í hádegisfréttum verður meðal annars fjallað um þá tillögu sem fram er komin að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis verði komið á laggirnar til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að byrlunarmálinu svokallaða. 

Innlent

Segir um­mæli Ást­hildar Lóu ekki sam­ræmast stöðu hennar

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar.

Innlent

Lúffar af ótta við enn meira niður­rif Trumps

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum.

Erlent

Vilja vita hvort Jón Gunnars­son hafi brotið siða­reglur þing­manna

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku.

Innlent

Vill rannsóknar­nefnd Al­þingis vegna byrlunar­málsins

Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar.

Innlent

„Ég er rasandi hissa á þessu“

Magnús Traustason er afar hissa á því að þurfa að grípa til varna í sérdeilis sérkennilegu máli. Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segir að svona séu lögin.

Innlent

Væta af og til

Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig.

Veður

Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðar­máli Ís­lands­sögunnar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn.

Innlent

„Við viljum ekki vera Banda­ríkja­menn“

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku.

Erlent

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“

Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Innlent

Björgunar­sveitir við leit í Borgar­nesi

Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Innlent

Í­búar á austari hluta landsins gætu séð til tungl­myrkvans

Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Veður

Vill hefja undir­búning næstu kjara­samninga strax

Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður.

Innlent

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent

Ætlar að finna jarð­varma á köldum svæðum

Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Innlent