Fréttir Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Erlent 14.3.2025 10:06 Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Innlent 14.3.2025 09:41 Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Innlent 14.3.2025 09:21 Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Erlent 14.3.2025 08:02 „Ég er rasandi hissa á þessu“ Magnús Traustason er afar hissa á því að þurfa að grípa til varna í sérdeilis sérkennilegu máli. Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segir að svona séu lögin. Innlent 14.3.2025 08:02 Væta af og til Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig. Veður 14.3.2025 07:49 Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Björgunarsveitir af Vesturlandi sem voru kallaðar út til leitar vestan við Borgarnes í gær hættu aðgerðum á miðnætti. Innlent 14.3.2025 07:33 Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Innlent 14.3.2025 07:03 Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa enn í hyggju að ferðast út til Dóminíska lýðveldsisins í tengslum við hvarf Magnúsar Kristins Magnússonar, sem ekkert hefur spurst til eftir að hann flaug þangað frá Spáni í byrjun september árið 2023. Innlent 14.3.2025 06:51 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. Erlent 14.3.2025 06:36 „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag. Innlent 13.3.2025 23:32 Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu. Innlent 13.3.2025 22:56 Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Veður 13.3.2025 22:02 Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Innlent 13.3.2025 21:08 Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti. Innlent 13.3.2025 21:00 Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Innlent 13.3.2025 20:31 Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Innlent 13.3.2025 20:30 „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Innlent 13.3.2025 19:09 Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Innlent 13.3.2025 19:05 Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Innlent 13.3.2025 18:30 Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Erlent 13.3.2025 18:00 Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Innlent 13.3.2025 17:08 Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Innlent 13.3.2025 16:53 Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13.3.2025 16:29 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Erlent 13.3.2025 16:06 Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Innlent 13.3.2025 16:00 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. Erlent 13.3.2025 15:39 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Innlent 13.3.2025 15:29 Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Erlent 14.3.2025 10:06
Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Innlent 14.3.2025 09:41
Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Innlent 14.3.2025 09:21
Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Erlent 14.3.2025 08:02
„Ég er rasandi hissa á þessu“ Magnús Traustason er afar hissa á því að þurfa að grípa til varna í sérdeilis sérkennilegu máli. Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segir að svona séu lögin. Innlent 14.3.2025 08:02
Væta af og til Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig. Veður 14.3.2025 07:49
Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Björgunarsveitir af Vesturlandi sem voru kallaðar út til leitar vestan við Borgarnes í gær hættu aðgerðum á miðnætti. Innlent 14.3.2025 07:33
Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Innlent 14.3.2025 07:03
Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa enn í hyggju að ferðast út til Dóminíska lýðveldsisins í tengslum við hvarf Magnúsar Kristins Magnússonar, sem ekkert hefur spurst til eftir að hann flaug þangað frá Spáni í byrjun september árið 2023. Innlent 14.3.2025 06:51
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. Erlent 14.3.2025 06:36
„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag. Innlent 13.3.2025 23:32
Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu. Innlent 13.3.2025 22:56
Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Veður 13.3.2025 22:02
Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Innlent 13.3.2025 21:08
Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti. Innlent 13.3.2025 21:00
Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Innlent 13.3.2025 20:31
Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Innlent 13.3.2025 20:30
„Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Innlent 13.3.2025 19:09
Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Innlent 13.3.2025 19:05
Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Innlent 13.3.2025 18:30
Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Erlent 13.3.2025 18:00
Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Innlent 13.3.2025 17:08
Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Innlent 13.3.2025 16:53
Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13.3.2025 16:29
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Erlent 13.3.2025 16:06
Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Innlent 13.3.2025 16:00
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. Erlent 13.3.2025 15:39
Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Innlent 13.3.2025 15:29
Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25