Fréttir Framkvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellisheiðarvirkjun Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun. Innlent 13.6.2023 07:19 Leikarinn Treat Williams er látinn Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs. Erlent 13.6.2023 07:17 Hitatölur vestantil gætu skriðið yfir fimmtán stig Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn. Veður 13.6.2023 07:11 Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Innlent 13.6.2023 07:01 Lögregluyfirvöld segjast geta höndlað allt að 50 þúsund mótmælendur Mikill viðbúnaður er í Miami þar sem Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti mun mæta fyrir dóm í dag. Lögregla hefur unnið að því að fullvissa íbúa um að hún sé fær um að takast á við ástandið og allt að 50 þúsund mótmælendur. Erlent 13.6.2023 06:57 Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. Innlent 13.6.2023 06:38 Neitað um gistingu og geta hvergi farið Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu. Innlent 12.6.2023 23:20 Einn látinn eftir að brú féll saman í Fíladelfíu Einn hefur fundist látinn eftir að brú í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum féll saman í gær. Slysið varð til þess að hluti I-95 vegarins, sem er einn fjölfarnasti vegur austurstrandar Bandaríkjanna, lokaði. Erlent 12.6.2023 22:56 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. Innlent 12.6.2023 22:32 „Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Innlent 12.6.2023 22:18 Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Innlent 12.6.2023 22:01 Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Innlent 12.6.2023 21:12 Segir það óskhyggju að hún hafi þurft einhvern í lið með sér Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. Innlent 12.6.2023 19:55 Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. Innlent 12.6.2023 19:30 Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Innlent 12.6.2023 18:44 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. Erlent 12.6.2023 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu. Innlent 12.6.2023 17:58 Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni. Innlent 12.6.2023 17:30 Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar. Innlent 12.6.2023 16:30 Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik. Innlent 12.6.2023 15:14 Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. Innlent 12.6.2023 15:10 Séra Kristján áfram vígslubiskup í Skálholti Séra Kristján Björnsson hefur verið endurkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar kjörinu lauk, en það stóð yfir dagana 7. til 12. júní. Innlent 12.6.2023 14:35 Aki-Matilda Høegh-Dam sækist eftir formennsku í Siumut Hin grænlenska Aki-Matilda Høegh-Dam, sem á sæti á danska þinginu fyrir hönd Grænlands, hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku í flokknum Siumut. Erlent 12.6.2023 14:23 Skapar samfélag mæðra eftir fæðingu: „Þetta snýst um móðurina ekki barnið“ Elín Ásbjarnardóttir Strandberg gerði heimspekilega viðtalsrannsókn á mæðrum eftir fæðingu barns. Flestar mæðranna upplifðu ekki bleika skýið þegar þær fengu barnið í hendurnar og nánast öllum fannst sjálf þeirra hafa stækkað. Í samvinnu við ljósmæður hefur hún þróað samfélag fyrir mæður eftir fæðingu. Innlent 12.6.2023 13:54 Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Innlent 12.6.2023 13:13 Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Innlent 12.6.2023 12:30 Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Innlent 12.6.2023 11:49 Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. Innlent 12.6.2023 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá því að búið er að úthluta fimm smáhýsum til heimilislausra í Reykjavík en borgin hafði legið undir ámæli fyrir seinagang í því að koma húsunum í notkun. Innlent 12.6.2023 11:36 450 starfsmönnum Karolinska-sjúkrahússins sagt upp störfum Um 450 starfsmönnum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu sem SVT greinir frá. Erlent 12.6.2023 11:32 « ‹ ›
Framkvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellisheiðarvirkjun Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun. Innlent 13.6.2023 07:19
Leikarinn Treat Williams er látinn Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs. Erlent 13.6.2023 07:17
Hitatölur vestantil gætu skriðið yfir fimmtán stig Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn. Veður 13.6.2023 07:11
Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Innlent 13.6.2023 07:01
Lögregluyfirvöld segjast geta höndlað allt að 50 þúsund mótmælendur Mikill viðbúnaður er í Miami þar sem Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti mun mæta fyrir dóm í dag. Lögregla hefur unnið að því að fullvissa íbúa um að hún sé fær um að takast á við ástandið og allt að 50 þúsund mótmælendur. Erlent 13.6.2023 06:57
Fjórir handteknir í tengslum við líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu. Innlent 13.6.2023 06:38
Neitað um gistingu og geta hvergi farið Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu. Innlent 12.6.2023 23:20
Einn látinn eftir að brú féll saman í Fíladelfíu Einn hefur fundist látinn eftir að brú í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum féll saman í gær. Slysið varð til þess að hluti I-95 vegarins, sem er einn fjölfarnasti vegur austurstrandar Bandaríkjanna, lokaði. Erlent 12.6.2023 22:56
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. Innlent 12.6.2023 22:32
„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Innlent 12.6.2023 22:18
Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Innlent 12.6.2023 22:01
Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Innlent 12.6.2023 21:12
Segir það óskhyggju að hún hafi þurft einhvern í lið með sér Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. Innlent 12.6.2023 19:55
Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. Innlent 12.6.2023 19:30
Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Innlent 12.6.2023 18:44
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. Erlent 12.6.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu. Innlent 12.6.2023 17:58
Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni. Innlent 12.6.2023 17:30
Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar. Innlent 12.6.2023 16:30
Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik. Innlent 12.6.2023 15:14
Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. Innlent 12.6.2023 15:10
Séra Kristján áfram vígslubiskup í Skálholti Séra Kristján Björnsson hefur verið endurkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar kjörinu lauk, en það stóð yfir dagana 7. til 12. júní. Innlent 12.6.2023 14:35
Aki-Matilda Høegh-Dam sækist eftir formennsku í Siumut Hin grænlenska Aki-Matilda Høegh-Dam, sem á sæti á danska þinginu fyrir hönd Grænlands, hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku í flokknum Siumut. Erlent 12.6.2023 14:23
Skapar samfélag mæðra eftir fæðingu: „Þetta snýst um móðurina ekki barnið“ Elín Ásbjarnardóttir Strandberg gerði heimspekilega viðtalsrannsókn á mæðrum eftir fæðingu barns. Flestar mæðranna upplifðu ekki bleika skýið þegar þær fengu barnið í hendurnar og nánast öllum fannst sjálf þeirra hafa stækkað. Í samvinnu við ljósmæður hefur hún þróað samfélag fyrir mæður eftir fæðingu. Innlent 12.6.2023 13:54
Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Innlent 12.6.2023 13:13
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Innlent 12.6.2023 12:30
Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Innlent 12.6.2023 11:49
Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. Innlent 12.6.2023 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við frá því að búið er að úthluta fimm smáhýsum til heimilislausra í Reykjavík en borgin hafði legið undir ámæli fyrir seinagang í því að koma húsunum í notkun. Innlent 12.6.2023 11:36
450 starfsmönnum Karolinska-sjúkrahússins sagt upp störfum Um 450 starfsmönnum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu sem SVT greinir frá. Erlent 12.6.2023 11:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent