Fréttir Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Innlent 19.5.2023 10:16 Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Innlent 19.5.2023 10:11 DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 19.5.2023 09:00 Fyrrverandi kærasta Woods þarf að virða þagnarsamkomulag Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi kærastu Tiger Woods beri að virða þagnarsamning sem hún undirritaði en hefur freistað að fá felldan úr gildi. Erlent 19.5.2023 08:33 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Innlent 19.5.2023 08:00 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Innlent 19.5.2023 07:55 Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. Erlent 19.5.2023 07:25 Óvenju kröpp og djúp lægð og gular viðvaranir Óvenju kröpp og djúp lægð miðað við árstíma siglir nú norðnorðaustur Grænlandshaf og Grænlandssund næsta sólarhring. Skil lægðarinnar valda allhvassri eða hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, en síðar skúrum er þau fara norðaustur yfir landið. Veður 19.5.2023 07:15 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. Erlent 19.5.2023 07:03 Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Innlent 19.5.2023 07:00 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Innlent 19.5.2023 06:45 Jarðarför Elísabetar Bretlandsdrottningar kostaði 28 milljarða Jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar kostaði 162 milljónir punda eða um 28,3 milljarða íslenskra króna. Talið er að mestur peningur hafi farið í löggæslu. Erlent 18.5.2023 23:07 Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Fréttir 18.5.2023 22:40 Fara með hvalveiðileyfi til EFTA Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við. Innlent 18.5.2023 22:21 Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Hátt í tuttugu þúsund hafa flúið heimili sín og þrettán farist vegna gríðarlegra flóða í norðausturhluta Ítalíu. Yfir tuttugu ár hafa flætt yfir bakka sína og á þriðja hundrað aurskriður féllu í nótt. Erlent 18.5.2023 21:17 „Þetta er eitthvað sem hann lifir með, og lærir að lifa með“ „Maður rekur sig á ýmsa hluti sem maður getur ekkert gert. Maður er alltaf lengur að klæða sig og það er stórmal að klæða sig stundum,"segir Guðjón Jónsson fyrrverandi veggfóðrara- og dúklagningameistari en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir sextán árum. Innlent 18.5.2023 20:00 Kvikindisleg gjöf Höllu Hrundar til utanríkisráðherra Argentínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hitti í dag Santiago Cafiero utanríkisráðherra Argentínu til að ræða loftslagsmál og orkuskipti. Halla Hrund kvaddi utanríkisráðherrann með gjöf, sem var mynd af víðfrægri markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar á víti Lionel Messi. Innlent 18.5.2023 19:45 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Við ræðum fundinn, áhrif hans og mikilvægi, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.5.2023 18:01 Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Innlent 18.5.2023 17:00 Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. Erlent 18.5.2023 15:16 Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn. Innlent 18.5.2023 13:33 „Það er bara lægð á eftir lægð“ Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. Veður 18.5.2023 13:12 Nicole Leigh Mosty ráðin leikskólastjóri í Vík í Mýrdal Nicole Leigh Mosty hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Mánalands í Vík í Mýrdal. Innlent 18.5.2023 12:15 Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Innlent 18.5.2023 12:14 Gular viðvaranir á morgun Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. Veður 18.5.2023 11:56 Einn látinn eftir skotárás í Stokkhólmi Einn lést og tveir særðust, þar af einn alvarlega, í skotárás í Rågsved-hverfi í Stokkhólmi í nótt. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á árásinni. Erlent 18.5.2023 10:34 Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns. Erlent 18.5.2023 10:24 Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. Innlent 18.5.2023 09:29 Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. Innlent 18.5.2023 08:30 Lægð yfir landinu og ekkert hlé á vætutíðinni Lægð suðvestur af Reykjanesi hreyfist norðaustur yfir landið í dag og fylgja henni úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Veður 18.5.2023 08:14 « ‹ ›
Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Innlent 19.5.2023 10:16
Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Innlent 19.5.2023 10:11
DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 19.5.2023 09:00
Fyrrverandi kærasta Woods þarf að virða þagnarsamkomulag Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi kærastu Tiger Woods beri að virða þagnarsamning sem hún undirritaði en hefur freistað að fá felldan úr gildi. Erlent 19.5.2023 08:33
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Innlent 19.5.2023 08:00
Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Innlent 19.5.2023 07:55
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. Erlent 19.5.2023 07:25
Óvenju kröpp og djúp lægð og gular viðvaranir Óvenju kröpp og djúp lægð miðað við árstíma siglir nú norðnorðaustur Grænlandshaf og Grænlandssund næsta sólarhring. Skil lægðarinnar valda allhvassri eða hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, en síðar skúrum er þau fara norðaustur yfir landið. Veður 19.5.2023 07:15
Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. Erlent 19.5.2023 07:03
Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Innlent 19.5.2023 07:00
Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Innlent 19.5.2023 06:45
Jarðarför Elísabetar Bretlandsdrottningar kostaði 28 milljarða Jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar kostaði 162 milljónir punda eða um 28,3 milljarða íslenskra króna. Talið er að mestur peningur hafi farið í löggæslu. Erlent 18.5.2023 23:07
Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Fréttir 18.5.2023 22:40
Fara með hvalveiðileyfi til EFTA Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við. Innlent 18.5.2023 22:21
Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Hátt í tuttugu þúsund hafa flúið heimili sín og þrettán farist vegna gríðarlegra flóða í norðausturhluta Ítalíu. Yfir tuttugu ár hafa flætt yfir bakka sína og á þriðja hundrað aurskriður féllu í nótt. Erlent 18.5.2023 21:17
„Þetta er eitthvað sem hann lifir með, og lærir að lifa með“ „Maður rekur sig á ýmsa hluti sem maður getur ekkert gert. Maður er alltaf lengur að klæða sig og það er stórmal að klæða sig stundum,"segir Guðjón Jónsson fyrrverandi veggfóðrara- og dúklagningameistari en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir sextán árum. Innlent 18.5.2023 20:00
Kvikindisleg gjöf Höllu Hrundar til utanríkisráðherra Argentínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hitti í dag Santiago Cafiero utanríkisráðherra Argentínu til að ræða loftslagsmál og orkuskipti. Halla Hrund kvaddi utanríkisráðherrann með gjöf, sem var mynd af víðfrægri markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar á víti Lionel Messi. Innlent 18.5.2023 19:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Við ræðum fundinn, áhrif hans og mikilvægi, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.5.2023 18:01
Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Innlent 18.5.2023 17:00
Fjögur börn lifðu af flugslys og tvær vikur í óbyggðum Yfirvöld í Kólumbíu hafa fundið fjögur börn sem voru týnd í Amazon-frumskóginum í sextán daga eftir flugslys. Móðir barnanna lést í slysinu sem og bæði flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar. Erlent 18.5.2023 15:16
Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn. Innlent 18.5.2023 13:33
„Það er bara lægð á eftir lægð“ Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. Veður 18.5.2023 13:12
Nicole Leigh Mosty ráðin leikskólastjóri í Vík í Mýrdal Nicole Leigh Mosty hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Mánalands í Vík í Mýrdal. Innlent 18.5.2023 12:15
Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Innlent 18.5.2023 12:14
Gular viðvaranir á morgun Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. Veður 18.5.2023 11:56
Einn látinn eftir skotárás í Stokkhólmi Einn lést og tveir særðust, þar af einn alvarlega, í skotárás í Rågsved-hverfi í Stokkhólmi í nótt. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á árásinni. Erlent 18.5.2023 10:34
Annar ríkustu bræðra Bretlands er látinn Srichand Hinduja, stjórnarformaður The Hinduja Group, er látinn, 87 ára að aldri. Glímdi hann við heilabilun síðustu ár lífs síns. Erlent 18.5.2023 10:24
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. Innlent 18.5.2023 09:29
Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. Innlent 18.5.2023 08:30
Lægð yfir landinu og ekkert hlé á vætutíðinni Lægð suðvestur af Reykjanesi hreyfist norðaustur yfir landið í dag og fylgja henni úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Veður 18.5.2023 08:14