Innlent Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Í hádegisfréttum fjöllum við um skóflustunguna sem taka á í Kópavoginum eftir hádegið. Innlent 17.1.2025 11:31 Kannast ekki við að vera látinn Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Innlent 17.1.2025 11:15 Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01 Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir. Innlent 17.1.2025 09:17 Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Innlent 17.1.2025 09:10 Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista „Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð. Innlent 17.1.2025 09:01 Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna. Innlent 17.1.2025 08:55 Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Innlent 17.1.2025 06:37 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. Innlent 16.1.2025 23:48 Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út. Innlent 16.1.2025 23:02 Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 16.1.2025 22:01 Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Innlent 16.1.2025 21:05 „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu. Innlent 16.1.2025 20:17 Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Innlent 16.1.2025 20:04 Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00 Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 16.1.2025 17:42 Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það yrði stefnubreyting af hennar hálfu bjóði hún sig ekki fram í embætti formanns Flokksins. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hún Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum. Innlent 16.1.2025 17:00 Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Innlent 16.1.2025 16:45 Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Innlent 16.1.2025 15:47 Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Innlent 16.1.2025 15:18 Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin. Innlent 16.1.2025 14:16 Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Innlent 16.1.2025 13:48 Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár. Innlent 16.1.2025 13:39 „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00 „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Innlent 16.1.2025 12:17 Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Innlent 16.1.2025 12:07 Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. Innlent 16.1.2025 11:48 Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Í hádegisfréttum fjöllum við um það að þrjátíu ár eru í dag liðin frá harmleiknum í Súðavík þegar stórt snjóflóð féll á bæinn snemma að morgni. Innlent 16.1.2025 11:42 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Innlent 16.1.2025 11:18 Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. Innlent 16.1.2025 11:13 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Í hádegisfréttum fjöllum við um skóflustunguna sem taka á í Kópavoginum eftir hádegið. Innlent 17.1.2025 11:31
Kannast ekki við að vera látinn Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Innlent 17.1.2025 11:15
Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01
Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir. Innlent 17.1.2025 09:17
Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Innlent 17.1.2025 09:10
Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista „Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð. Innlent 17.1.2025 09:01
Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna. Innlent 17.1.2025 08:55
Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Innlent 17.1.2025 06:37
Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. Innlent 16.1.2025 23:48
Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út. Innlent 16.1.2025 23:02
Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 16.1.2025 22:01
Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Innlent 16.1.2025 21:05
„Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu. Innlent 16.1.2025 20:17
Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Innlent 16.1.2025 20:04
Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 16.1.2025 17:42
Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að það yrði stefnubreyting af hennar hálfu bjóði hún sig ekki fram í embætti formanns Flokksins. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hún Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum. Innlent 16.1.2025 17:00
Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Innlent 16.1.2025 16:45
Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Innlent 16.1.2025 15:47
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Innlent 16.1.2025 15:18
Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin. Innlent 16.1.2025 14:16
Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sat sinn síðasta borgarráðsfund í morgun. Hann hefur starfað á vettvangi ráðsins frá árinu 2003, og haft þar marga hatta. Innlent 16.1.2025 13:48
Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár. Innlent 16.1.2025 13:39
„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Innlent 16.1.2025 12:17
Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Innlent 16.1.2025 12:07
Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. Innlent 16.1.2025 11:48
Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Í hádegisfréttum fjöllum við um það að þrjátíu ár eru í dag liðin frá harmleiknum í Súðavík þegar stórt snjóflóð féll á bæinn snemma að morgni. Innlent 16.1.2025 11:42
Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Innlent 16.1.2025 11:18
Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. Innlent 16.1.2025 11:13
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent