Innlent

Starfs­menn Sól­heima ótta­slegnir vegna ó­væntra breytinga

Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar.

Innlent

Þing­manni blöskrar viðbragðsleysi skóla­stjóra

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta.

Innlent

Gætu þurft að breyta þrjá­tíu kíló­metrum aftur í mala­veg

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“.

Innlent

Fimmta til­raun til að leyfa ráð­stöfun útvarpsgjalds til annarra fjöl­miðla

Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Innlent

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Innlent

Ekkert annað hús­næði komi til greina

Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina.

Innlent

„Við hvetjum nem­endur til halda sínu striki“

Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn.

Innlent

At­hygli Banda­ríkjanna beinist sí­fellt meira að Kína

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf.

Innlent

Drög að mál­efna­samningi liggi fyrir

Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni.

Innlent

Evrópa standi á kross­götum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld.

Innlent

Ger­endur yngri og brotin al­var­legri

Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu.

Innlent

Hópsýking á þorra­blóti í Brúar­ási

Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. 

Innlent

„Verður að skýrast í þessari viku“

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku.

Innlent

Lands­mönnum líst sí­fellt betur á veggjöld

Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum.

Innlent

Ragnar Þór leiðir að­gerða­hóp Ingu

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Innlent