Sport

Örvar: Við ætlum okkur alla leið

Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.

Körfubolti

Ægir: Erum komnir einu skrefi nær markmiðinu

„Við erum komnir einu skrefi nær að því sem við ætlum okkur,“ sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum gegn ÍR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljaskóla. Ægir átti frábæran leik eins og svo oft áður í vetur og skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Körfubolti

Sveinbjörn: Voru ekki með hausinn skrúfaðan á

„Menn voru ekki með hausinn skrúfaðan á frá fyrstu mínútu,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, virkilega svekktur eftir tapið í kvöld. ÍR-ingar féllu úr leik í Powerade-bikarnum gegn Fjölni í kvöld en þeir töpuðu 112-90 í Seljaskólanum.

Körfubolti

Arsene Wenger: Ákvörðun FIFA á heima á miðöldum

Arsène Wenger, franski stjórinn hjá Arsenal, var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun hjá framkvæmdastjórn FIFA í gær að HM í fótbolta árið 2018 fari fram í Rússlandi en ekki í mekka fótboltans í Englandi. Wenger studdi opinberlega umsókn Englendinga og myndband með honum var sýnt sem hluti af kynningarmyndbandi Englendinga.

Enski boltinn

Hamar og KR áfram í Poweradebikar kvenna

Hamar og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram með 17 stiga sigri á 1. deildarliði Vals, 67-50 en KR varð fyrsta liðið til þess að vinna 1. deildarlið Stjörnunnar í vetur þegar KR-konur unnu 30 stiga sigur í Garðabænum, 76-46.

Körfubolti

Haukar fyrstir til að vinna Þorlákshafnar-Þórsara í vetur

Haukar slógu í kvöld lærisveina Benedikts Guðmundssonar í Þór Þorlákshöfn út úr 16 liða úrslitum Powerade-bikars karla með tíu stiga sigri, 84-74 í æsispennandi leik á Ásvöllum. Þetta var fyrsta tap Þórsliðsins á tímabilinu en liðið er búið að vinna sjö fyrstu leiki sína í 1. deild karla.

Körfubolti

Þjálfari Milan vill líka fá Balotelli

Það eru ekki bara leikmenn AC Milan sem vilja fá Mario Balotelli til félagsins því nú hefur þjálfarinn, Massimiliano Allegri, lýst því yfir að Balotelli sé meira en velkomið að ganga í raðir félagsins.

Fótbolti

Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum.

Fótbolti

Chamakh ætlar að skora 20 mörk

Marouane Chamakh, framherji Arsenal, er stórhuga og ætlar sér að skora 20 mörk fyrir félagið á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann kom til félagsins síðasta sumar frá Bordeaux.

Enski boltinn

Zidane: Sigur fyrir arabaheiminn

Menn eru misánægðir með þá ákvörðun FIFA að gefa Rússlandi og Katar HM á árunum 2018 og 2022. Einn þeirra sem gleðst með Katar er Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins.

Fótbolti

Timo Glock 100% áfram hjá Virgin

Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni.

Formúla 1

Stóru liðin á Englandi á eftir Marko Marin

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Man. Utd sé að undirbúa 19,5 milljón evra tilboð í Marko Marin, leikmann Werder Bremen í Þýskalandi. United er ekki eina enska liðið sem vill fá Marin því Arsenal, Tottenham og Liverpool hafa einnig áhuga.

Enski boltinn

Hafþór: Fleiri sigurleikir framundan

Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, segir að það séu fleiri sigurleikir framundan hjá Mosfellingum þó svo að liðið hafi aðeins unnið einn leik af níu til þessa í N1-deild karla.

Handbolti