Fastir pennar

Er ekkert að gera á Alþingi?

Hér er fjallað um Alþingi Íslendinga sem fer brátt í frí eftir að hafa setið stutt og gert lítið, fréttahallæri sem ríkir í landinu á sama tíma og fréttaflutningur eykst, merka bók um Miðausturlönd og spurt hvort ekki sé kominn tími á jólasveina í Silfrið...

Fastir pennar

Tilvera Byggðastofnunar

Endalausar úttektir og starfshópar eru varla pappírsins virði. Þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðast vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar.

Fastir pennar

Til vansæmdar

Það er stjórnum Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur til vansæmdar að hafa vikið Vilhjálmi Rafnssyni prófessor úr starfi ritstjóra Læknablaðsins fyrir þá sök að ritið birti ádeilugrein á Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Fastir pennar

Íslandísering

Mér ­fannst­­ það aðalfrétt helgarinnar að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þeir sjái enga þá ógn steðja að Íslandi, sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra hér.

Fastir pennar

Bandaríkin og fangaflug

Hér á landi hljóta stjórnvöld að láta kanna allar grunsamlegar ferðir flugvéla um íslenska lofthelgi, hvort sem vélarnar hafa lent hér eða aðeins flogið hér um. Við eigum aðild að Evrópuráðinu og hljótum að leggja okkar af mörkum til að upplýsa um þetta mál.

Fastir pennar

Það er ekki nóg að vera smart

Þá vekur það athygli að ráðherrann virðist sýna fyrirspurnum frá alþingismönnum nokkra léttúð. Á yfirstandandi þingi hefur hún aðeins svarað 7 fyrirspurnum en 24 er ósvarað. Er hún methafi á því sviði. Sumar fyrirspurnanna eru frá því í þingbyrjun í október.

Fastir pennar

Var George Best tragískur?

Hér er fjallað um fótboltamanninn Best sem sólundaði hæfileikum sínum í drykkju, fjárhættuspil og kvennafar, en einnig eru nefndar nokkrar hápólitískar bíómyndir sem hafa vakið athygli úti í heimi en berast ekki hingað...

Fastir pennar

Þú ert það sem þú ofétur

Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni.

Fastir pennar

Aðventan

Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkjunnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið.

Fastir pennar

Leyniþjónusta Styrmis

Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi, Og þó, kannski segi ég frá því ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni...

Fastir pennar

Heimsátak gegn ofbeldi á konum

Sú ályktun sem einn skýrsluhöfunda dró af þessum niðurstöðum er, að konur séu í meiri hættu heima hjá sér en úti á götu, eins og skýrt var frá hér í Fréttablaðinu í gær. Þetta eru ógnvænlegar upplýsingar, sem á einhvern hátt verður að bregðast við.

Fastir pennar

Það fennir fljótt í sporin

....þannig að það er ekkert upp á mig að klaga, nema kannske að ég þurfi að vakna fullsnemma á morgnana til að pissa. Sem varla getur verið nýmæli í mannkynssögunni og mér tekst meira að segja stundum að sofna aftur og er sem sagt ekki til neinna umtalsverðra vandræða á nýbyrjaðri öld, þótt ég muni tímana tvenna.

Fastir pennar

Vitlaust hugsað – á vitlausum stað

Málið er alls ekki fullrætt. Ég hef talað við lækna og heilbrigðisstarfsmenn og mér heyrast þeir allir með tölu vera á móti því að setja niður stóran spítala á Landspítalalóðinni. Þeim finnst það blátt áfram arfavitlaust...

Fastir pennar

Pólitískir deyfðardagar

Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal...

Fastir pennar

Þarf að hemja hina ofurríku?

Truflar það mann eitthvað þótt aðrir verði ríkir. Tony Blair hefur svarað þeirri spurningu neitandi. En Freedland segir já. Það sé hættulegt fyrir samfélagið þegar misskiptingin verður of áberandi...

Fastir pennar

Rödd aftan úr fásinninu

Er það til marks um fjölbreytni að hafa hundrað sjónvarpsstöðvar, flestar með nokkurn veginn því sama? Ég er ekki viss um það. Og var lífið virkilega svona fábreytt þegar við Hafliði Helgason vorum ungir?

Fastir pennar

Vannýtt auðlind

Þegar maður sat heima í stofu og gjóaði auga á þessa árshátíð þeirra sem fást við lifandi myndir á Íslandi þá skynjaði maður ­óvenju sterkt að eitthvað er að.

Fastir pennar

Samfylking og Framsókn í vanda

Þeir sem héldu að brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum myndi veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa Samfylkingunni sóknarfæri höfðu rangt fyrir sér. Enn sem komið er að minnsta kosti.

Fastir pennar

Vín, tóbak og hræsni

Reykingamenn og ofætur uppskera fyrirlitningu, meðan áfengisnotendur eru eins og fínir menn, drekka eðalvín af sérlistum, geta valið úr ótal tegundum af bjór og gosi með áfengi út í...

Fastir pennar

Framtíð Bandaríkjanna byggist á erlendum nemum

Bandaríkin gera þeim doktorsnemum í vísindum og verkfræði, sem koma frá öðrum löndum, erfitt um vik að setjast að í landinu til frambúðar þar sem þeir gætu unnið hjá einkafyrirtækjum, stundað rannsóknir á rannsóknarstofum eða kennt í háskólum landsins.

Fastir pennar

Heimurinn færist nær okkur

Það er full ástæða til að óska nýju fréttastöðinni NFS til hamingju með fyrstu skref sín. Stöðin fór vel af stað og sýndi vel kosti þess að geta brugðist við tíðindum um leið og þau gerast.

Fastir pennar

Tvennir tímar

Kirkjubrúðkaup samkynhneigðra eru væntanlega á næsta leiti. Þetta er að bögglast fyrir kirkjunni; þeir sem eru með eru háværir – þeir sem eru á móti fara í felur með skoðanir sínar. Biskupinn vill greinilega vera óákveðinn eins lengi og hann getur...

Fastir pennar

Samfélag samsæranna

Hvers konar þjóðfélag bregst við tæknilegri bilun í sjónvarpi á þennan hátt? Standi menn upp úr pólitísku skotgröfunum liggur í augum uppi að ástandið er orðið sjúkt!

Fastir pennar