Formúla 1

Massa fær ekki keppnisleyfi 2009

Brasilíumaðurinn Felipe Massa fékk ekki keppnisleyfi hjá FIA eftir ítarlega læknisskoðun um helgina. Hann slasaðist alvarlega í slysi í Ungverjalandi í sumar.

Formúla 1

Toyota að skoða framhaldið í Formúlu 1

Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember.

Formúla 1

Renault ræður Kubica til starfa

Pólverjinn Robert Kubica mun stýra Renault á næsta ári, en Fernando Alonso yfirgefur liðið fyrir sæti hjá Ferrari. Óljóst er hver verður liðsmaður með honum, en Romain Groesjean kemur til greina.

Formúla 1

Massa stóðst þolpróf í Ferrari ökuhermi

Felipe Massa er á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Hann ók sex tíma í ökuhermi Ferrari liðsins og er að vonast eftir að geta keppt í lokamótinu í Abu Dhabi í byrjun nóvember.

Formúla 1

Piquet: Ég er fórnarlambið í svindlmálinu

Nelson Piquet sem varð uppvís að því að keyra viljandi á vegg til að hlýða yfirboðurum sínum í Singapúr kappakstrinum í fyrra segist vera fórnarlamb í málinu. Hann telur ólíklegt að hann fái starf í Formúlu 1 aftur.

Formúla 1

Þriggja manna slagur um Formúlu 1 titilinn

Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu.

Formúla 1

Glock keppir ekki vegna meiðsla

Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans.

Formúla 1

Button býst ekki við titili í nótt

Jenson Button gerir ekki ráð fyrir að landa meistaratitlinum í Formúlu 1 í nótt í japanska kappakstrinum á Suzuka. Hann ræsir tólfti af stað, en keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello er tíundi og Sebastian Vettel er fremstur.

Formúla 1

Button og Barrichello dæmdir brotlegir

Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps.

Formúla 1

Óhapp Glock gæti heft þátttöku hans

Þjóðverjinn Timo Glock keyrði harkalega útaf í tímatökum fyrir japanska kappakustrinn í Suzuka í nótt. Grófst Toyota bíll hans inn í dekkjavegg eftir að hann missti vald á honum í lokabeygju brautarinnar.

Formúla 1

Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt

Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota.

Formúla 1

Mjótt á munum á á lokæfingu

Toyota menn brostu i kampinn þegar Jarno Trulli á Toyota náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð 0.062 sekúndum fljótari en Sebastian Buemi á Torro Rosso.

Formúla 1

Hamilton: Elska að aka Suzuka brautina

Bretinn Lewis Hamilton er heillaður af Suzuka brautinni í Japan eftir að hafa frumkeyrt hana í nótt. Aðstæður voru þó erfiðar en það rigndi á báðum æfingum. Keppt verður á brautinni um helgina og getur Jenson Button, landi Hamiltons tryggt sér titilinn með góðum árangri.

Formúla 1

Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum

Jenson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina.

Formúla 1

Þungu fargi létt af Hamilton

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið.

Formúla 1

Ánægja í herbúðum Toyota

Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren.

Formúla 1

Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari

Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári.

Formúla 1

Button þokast nær meistaratitlinum

Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann.

Formúla 1