Formúla 1

Lokamótið á Silverstone í skugga deilna

Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010.

Formúla 1

FIA menn fúlir á móti FOTA

Ekkert hefur þróast í átt að samkomulagi milli FIA, alþjóðabílasambandsins og FOTA, samtökum keppnisliða. FIA sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að sambandið hafi ekki náð samkomulagi við samtök keppnisliða varðandi útgjaldaþak né heldur hugmyndir að reglum fyrir næsta ár.

Formúla 1

Ross Brawn vill ekki nýja mótaröð

Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA.

Formúla 1

Ný lið peð í valdatafli Max Mosley

Deilur milli Formúlu 1 liða og FIA standa enn og 8 keppnislið hóta að stofna eigin mótaröð láti FIA verða að því að nýjar reglur taki gildi á næsta ári. Þann 19. júni birtir FIA endanlegan lista yfir keppnislið 2010.

Formúla 1

F1: Campos þakklátur fyrir valið

Adrian Campos, eigandi eins af þremur liðum sem hefur fengið grænt ljós frá FIA um að keppa í Formúlu 1 á næsta ári segist þakklátur að hafa orðið fyrir valinu.

Formúla 1

Ferrari hótar enn að hætta

Samtök keppnisliða hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau vilji leysa hnútinn á milli sín og FIA, en einstrengingsleg vinnubrögð FIA verði ekki liðinn. FIA birti í morgun lista yfir leyfilega þátttakendur í Formúlu 1 á næsta ári og fimm núverandi lið eru á þeim lista með skilyrðum.

Formúla 1

Stórliðum settur stóllinn fyrir dyrnar

FIA hefur gefið út lista með þeim liðum sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010 og á þeim lista eru fimm lið sem verða að falla frá skilyrðum sem þau settu fyrir þátttöku, sem meðlimir í FOTA, samtökum keppnisliða. Þessi lið eru Brawn, McLaren, Renault, BMW og Toyota.

Formúla 1

Ecclestone berst gegn nýrri mótaröð

Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA.

Formúla 1

Schumacher: Formúla 1 þarf Ferrari

Mitt í deilum FIA, alþjóðabílasambandsins og FOTA, samtaka keppnisliða um framtíð Formúlu 1 hefur Michael Schumacher kveðið sér hljóðs. Hann segir að FIA verði að hafa bílaframleiðendur með sér, ekki á móti.

Formúla 1

Massa hótar að hætta í Formúlu 1

Felipe Massa hjá Ferrari segir að það sé sannkölluð matröð að keppa í Formúlu 1 þessa dagana og deilur keppnisliða og FIA séu að setja neikvæðan svip á íþrótt sem hann unnir. Ökumenn funduðu um málið með forráðamönnum keppnisliða í gær til að sýna samhug í verki.

Formúla 1

Button vann sjötta sigurinn

Velgengni Jenson Button í Formúlu 1 ríður ekki við einteyming. Hann vann sinn sjötta sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í Istanbúl í Tyrkland í dag. Hann er kominn með 26 stiga forskot í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1

Vettel klár í slaginn

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í tyrkneska kappaksturinn sem hefst kl. 11:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en keppt er í Istanbúl. Vettel hefur unnið einn sigur á árinu en Jenson Button fimm og hann ræsir af stað við hlið Vettels.

Formúla 1

Vettel á ráspól í Tyrklandi

Sebastian Vettel á Red Bull er á ráspól fyrir tyrkneska Formúlu-1 kappaksturinn á morgun. Tímatakan var dramatísk fram á síðustu stundu en Vettel tryggði sér pólinn með frábærum hring í blálokin.

Formúla 1

Massa fljótastur á lokaæfingunni

Felipe Massa náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann var þó aðeins o.039 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota og 0.1 á undan Timo Glock á Toyota. Kazuki Nakajima á Williams var fjórði og Robert Kubica á BMW fimmti.

Formúla 1

Kovalainen: Harður slagur í tímatökum

Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær.

Formúla 1

McLaren og Renault bíta frá sér

Finninn Heikki Kovalainen á McLaren rétt marði að vera á undan Fernando Alonso á Renault á síðari æfingu keppnisliða í Istanbíl í dag. Kovalainen varð aðeins 0.006 sekúndum á undan Spánverjanum.

Formúla 1

Rosberg stal tímanum af Hamilton

Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur.

Formúla 1

Massa spaír Button meistaratitlinum

Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina.

Formúla 1

FIA sendir Formúlu liðum tóninn

Max Mosley, forseti FIA hefur sent núverandi Formúlu 1 liðum tóninn m eð því að segja að þau geti stofnað eigin mótaröð ef þau eru ósátt við reglur sem keppa á eftir árið 2010.

Formúla 1

Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi

Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð.

Formúla 1

Forskot Button og Brawn ekki óviðráðanlegt

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull telur að stigaforskot ökumanna Brawn liðsins sé ekki óviðráðnlegt verkefni, en Formúla 1 er í Tyrklandi um næstu helgi. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl þrjú ár í röð.

Formúla 1

Sótti verðlaunin á Formúlu 1 bíl

Sebastian Vettel hjá Red Bull fékk ítölsku Bandini verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann ók Formúlu 1 bíl Torro Rosso frá keppnisliðinu í Faenza til ítalska þorpsins Brisghella til að sækja verðlaun sín.

Formúla 1

Fimmta nýja liðið vill í Formúlu 1

Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári.

Formúla 1

26 ökumenn á ráslínu 2010

Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár.

Formúla 1

Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1

Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu..

Formúla 1