Formúla 1

Pastor Maldonado áfram hjá Williams

Pastor Maldonado verður áfram ökumaður Williams Formúlu 1 liðsins á næsta ári og Valteri Bottas verður varaökumaður liðsins. Maldonado byrjaði að keppa með Williams á þessu ári við hlið Rubens Barrichello.

Formúla 1

FIA staðfesti 15 af 24 Formúlu 1 ökumönnum fyrir næsta tímabil

Sjö Formúlu 1 lið hafa tilkynnt hvaða ökumenn keppa með liðunum á næsta ári til FIA, alþjóðabílasambandsins. Eitt lið hefur tilkynnt annan ökumanninn, en fjögur lið hafa ekki tilkynnt hvaða ökumenn keyra með liðunum samkvæmt lista sem FIA sendi frá sér í gær. Samkvæmt listanum eru því 15 af 24 ökumönnum sem keppa á næsta ári staðfestir, enn sem komið er.

Formúla 1

Raikkönen: Ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1

Kimi Raikkönen mætir til keppni í Formúlu 1 á næsta ári með Lotus Renault liðinu, eftir að hafa keppt tvö ár í rallakstri. Hann ók síðast með Ferrari árið 2009 í Formúlu 1 og var bæði í viðræðum við forráðamenn Williams og Renault um næsta tímabil, en valdi að ganga til liðs við síðarnefnda liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta keppnistímabili.

Formúla 1

Kimi Raikkönen keppir aftur í Formúlu 1 2012

Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan.

Formúla 1

Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna.

Formúla 1

Charles Pic ekur með Marussia liðinu 2012

Marussia Virgin Formúlu 1 liðið hefur samið við Charles Pic frá Frakklandi um að aka með liðunu 2012 ári, en Timo Glock hefur þegar gert samning um að keppa áfram með liðinu á næsta ári. Marussia Virgin hefur fengið leyfi FIA til að breyta nafni liðsins fyrir næsta tímabil og bílar liðsins munu heita Marussia á næsta ári, í stað Virgin. Liðið er að hluta til í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia.

Formúla 1

Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert

Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða.

Formúla 1

Webber: Alltaf gaman að vinna

Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1.

Formúla 1

Webber vann í Brasilíu

Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber.

Formúla 1

Vettel ánægður eftir hafa slegið met

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar.

Formúla 1

Hamilton fljótastur á annarri æfingunni í dag

Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Hann varð 0.167 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bull varð 0.195 á eftir Hamilton. Webber hafðii áður náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins.

Formúla 1

Kubica ekki tilbúiinn að keppa í Formúlu 1 í upphafi næsta tímabils

Robert Kubica tilkynnti Formúlu 1 liði Renault í dag, að þrátt fyrir að hann sé í öflugri endurhæfingu, þá sé oft snemmt fyrir að hann skuldbinda sig til að keppa í Formúlu 1 í upphafi næsta keppnistímabils. Kubica meiddist í rallkeppni s.l. vetur og gat ekki keppt með Renault á þessu keppnistímabili og liðið hefur beðið eftir fréttum af Kubica vegna næsta árs. Kubica telur sig þurfa lengri tíma til að ná fullri heilsu.

Formúla 1

Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1

Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári.

Formúla 1

Pedro de la Rosa keppir með HRT liðinu næstu tvö árin

Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður.

Formúla 1

Vergne fljótastur þriðja daginn í röð og ánægður með frammistöðu sína

Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari.

Formúla 1

Bottas vonast til að hafa sannað sig fyrir Williams

Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí.

Formúla 1

Bianchi í mikilvægri vinnu með Ferrari

Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmenn eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár á æfingunum í Abú Dabí.

Formúla 1

Williams staðfestir viðræður við Raikkönen

Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen

Formúla 1

Formúlu 1 lið að meta hæfileika ungra ökumanna

Formúlu 1 lið gáfu ungum ökumönnum tækifæri á Formúlu 1 tveimur æfingum í Abú Dabí í dag og verða æfingar næstu tvo daga til viðbótar. Liðin nota æfingarnar til að meta hæfileika ungra ökumanna með framtíðina í huga eða til að prófa ýmislegt í búnaði bíla sinna.

Formúla 1

Enn óljóst með endurkomu Kubica

Eric Boullier framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segir að liðið sé enn að bíða og sjá hvort Robert Kubica keppi með liðinu i Formúlu 1 á næsta ári. Kubica slasaðist í rallkeppni s.l. vetur og gat ekki keppt með liðinu í ár og hefur verið í endurhæfingu eftir óhappið.

Formúla 1

Möguleiki Vettel á að jafna met Schumacher úr sögunni í ár

Christian Horner, yfirmaður meistaraliðs Red Bull sagði Sebastian Vettel hafa verið vonsvikinn eftir keppnina í Abu Dabí í gær eins og allt liðið. Vettel féll úr leik í fyrsta hring eftir að afturdekk hvellsprakk og engin skýring hefur enn fundist á því hvað var þess valdandi. Vettel var í fyrsta sæti þegar dekkið sprakk.

Formúla 1

Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst

Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton.

Formúla 1

Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk.

Formúla 1

Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina

Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark.

Formúla 1