Fótbolti

Mbappé á skotskónum í stórsigri PSG

Eftir að hafa byrjað tímabilið utan hóps hefur Kylian Mbappé heldur betur reimað á sig markaskóna með PSG en hann skoraði tvö mörk í öruggum sigri liðsins á botnliði Lyon í kvöld.

Fótbolti

Jafntefli í Íslendingaslagnum sem ekkert varð úr

Midtjylland og AGF skildu jöfn í dönsku úrvalsdeildinni nú í kvöld, 1-1. Íslenskir knattspyrnuunnendur vonuðust eftir að boðið yrði upp á Íslendingaslag en Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Midtjylland var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti

Dagur og félagar unnu gegn toppliðinu | Óvænt tap Nökkva og félaga

Bandaríska MLS-deildinn í knattspyrnu hélt áfram í nótt og komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum næturinnar. Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City unnu góðan 0-1 útisigur gegn FC Cincinnati, en Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City máttu þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City.

Fótbolti

„Fót­bolti snýst um að gera ekki mis­tök“

„Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn

„Við verðum bara betri“

Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.

Enski boltinn