Fótbolti
Man. Utd mun ekki selja Sancho á útsöluverði
Framtíð Jadon Sancho hjá Manchester United virðist svo gott sem ráðin en hann gæti verið fastur hjá félaginu komi ekki ásættanlegt tilboð í janúar.
Ísrael enn í baráttunni sem er gott fyrir Ísland og nauðsynlegt fyrir Noreg
Ísrael náði að jafna leikinn sinn í lokin á móti Sviss í undankeppni EM í gær og halda um leið möguleika sínum á lífi um að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar.
Chelsea gæti tapað stigum eftir að gagnaleki leiddi í ljós mögulegt svindl
Chelsea er í vandræðum eftir að rannsókn á skjölum sli leiddu í ljós í gagnaleka sem bendir til svindls. Ólöglegar greiðslur virðast hafa verið greiddar til umboðsmanna í eigendatíð Roman Abramovich.
Jafnt í stórleiknum og vondur dagur fyrir Parísarliðin
Real Madrid og Chelsea mættust í stórleik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sænska liðið Häcken vann góðan útisigur í París.
Ísrael heldur í vonina eftir jöfnunarmark í lokin
Ísrael og Sviss mættust í kvöld í frestuðum leik í undankeppni EM. Þetta er einn af þremur leikjum sem liðin þurfa að spila í landsleikjaglugganum.
Kristín Dís skoraði þegar Bröndby fór á toppinn
Kristín Dís Árnadóttir var í liði Bröndby sem mætti Köge í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Glódís í hjarta varnarinnar í grátlegu jafntefli Bayern
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern gerðu í kvöld 2-2 jafntefli við Roma þegar liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Segir að Albert muni framlengja við Genoa
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano skrifar á X nú síðdegis að Albert Guðmundsson muni á næstunni skrifa undir langtímasamning við félag sitt Genoa.
Jafnt gegn Dönum í fyrsta leik
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en nítján ára gerði jafntefli við Dani í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill íslenska liðsins er leikinn í Frakklandi.
Hákon Arnar ekki með gegn Slóvökum á morgun
Hákon Arnar Haraldsson mun ekki verða til taks fyrir íslenska landsliðið í leik liðsins gegn Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta á morgun.
Lék ungan Messi en er nú farinn að skora fyrir Argentínu
Valentino Acuna fékk það verkefni sem lítill strákur að leika ungan Lionel Messi í heimildarmyndinni „Messi“ sem kom út árið 2014. Nú er hann farinn að skora sjálfur mörk fyrir Argentínu.
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Slóvakíu
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024.
Hákon Arnar ekki með á æfingu degi fyrir leik
Mikil óvissa er uppi með þátttöku miðjumannsins öfluga, Hákons Arnars Haraldssonar, í leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM í fótbolta annað kvöld hér í Bratislava.
Uppselt á leik Slóvakíu og Íslands
Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn.
Erfið fíkn kom fyrrverandi markverði Liverpool næstum í gröfina
Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool, var háður verkjalyfinu Tramadol og fíknin varð honum næstum því að aldurtila.
Tilfinningarnar lagðar til hliðar er hann upplifði drauminn
Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar.
Eftirmaður Woodwards hættir hjá United
Richard Arnold, framkvæmdastjóri hjá Manchester United, hættir hjá félaginu í árslok. Við starfi hans tekur Patrick Stewart.
Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“
Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru.
Man. City setti nýtt met í tekjum á síðasta rekstrarári
Rekstur Englandsmeistaraliðs Manchester City gengur frábærlega þessa dagana og það sést vel í uppgjörinu á síðasta fjárhagsári.
Hvaða úrslit vill Ísland í öðrum riðlum og hvaða áhrif hefur stríðið?
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn smá von um að komast beint á EM næsta sumar í gegnum riðlakeppni EM. Svo er það alltaf góða gamla Krýsuvíkurleiðin sem að þessu sinni liggur í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar.
Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping.
Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins
Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur.
Hrósa happi yfir áhugaleysi Íslendinga
Búast má við því að uppselt verði á leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM á Tehelno polí leikvanginum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Jafntefli nægir heimamönnum, sem verða studdir áfram af um tuttugu þúsund stuðningsmönnum, til að tryggja EM sætið.
Valsmenn halda áfram að safna liði og sækja Selfyssing til Fulham
Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild karla í knattspyrnu.
Arnar sagður í viðræðum við Norrköping
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu.
Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu
Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band.
Fær nýjan samning þrátt fyrir að vera í banni fyrir brot á veðmálareglum
Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028, en Fagioli er í banni út yfirstandandi tímabil fyrir bot á veðmálareglum.
Natasha kom inn af bekknum og tryggði Brann sigur
Landsliðskonan Natasha Anasi reyndist hetja Brann er liðið heimsótti St. Polten í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmark gestanna í 1-2 sigri.
Hákon valinn markvörður ársins í Svíþjóð
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var valinn besti markvörður tímabilsins sem lauk um helgina.
Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöfulgang og Åge vill
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síðkastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.