Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 11:01 Toni Kroos fagnar titli með Real Madrid ásamt börnum sínum. Getty/Silvestre Szpylma Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira
Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sjá meira