Fótbolti

Cisse á leið til Sunderland

Marseille hefur staðfest að sóknarmaðurinn Djibril Cisse sé á leið til Sunderland á lánssamningi til eins árs. Bolton hafði einnig áhuga á að fá Cisse.

Enski boltinn

Ljóst að Chelsea fær ekki Robinho

Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho segir ljóst að leikmaðurinn fari ekki til Chelsea þetta árið. Chelsea hefur verið í viðræðum við Real Madrid um leikmanninn en þær hafa ekki þokast í rétta átt.

Enski boltinn

Capello: Mjög erfið ákvörðun

Fabio Capello segir að það hafi verið mjög erfið ákvörðun að velja næsta fyrirliða Englands. Í dag var tilkynnt að John Tery, varnarmaður Chelsea, myndi taka við bandinu.

Enski boltinn

Hermann: Ætlum að reyna að spila mjög illa

„Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbúningsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila mjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel," sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi í dag.

Íslenski boltinn

Hargreaves ætlar að sýna sitt rétta andlit

Owen Hargreaves er ákveðinn í að sýna stuðningsmönnum Manchester United sitt rétta andlit á þessu tímabili. Þessi enski landsliðsmaður segist ekki hafa gengið heill til skógar síðasta vetur en sé nú að komast í sitt besta form.

Enski boltinn

Breiðablik vann Stjörnuna

Fjórir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld og voru allir sigrarnir öruggir. Breiðablik vann Stjörnuna 3-1 þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk.

Íslenski boltinn

Adebayor skrifar undir nýjan samning

Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal. Þessi 24 ára sóknarmaður var orðaður við Barcelona og AC Milan í sumar en tilkynnti síðan að hann yrði áfram hjá Arsenal.

Enski boltinn

Brasilía og Bandaríkin mætast í úrslitum

Ljóst er að það verða Brasilía og Bandaríkin sem mætast í úrslitaleik í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Brasilía vann Þýskaland 4-1 í undanúrslitum áður en bandaríska liðið, ríkjandi Ólympíumeistarar, vann Japan 4-2.

Fótbolti

Stoke að fá varnarmann

Southampton hefur samþykkt tilboð upp á 1,3 milljónir punda frá Stoke City í varnarmanninn Andrew Davies. Þessi 23 ára leikmaður hóf feril sinn hjá Middlesbrough en hann getur spilað sem hægri bakvörður eða miðvörður.

Enski boltinn

Carrick frá í þrjár vikur

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, verður frá í um þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Hann fór meiddur af velli þegar United gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær.

Enski boltinn

Valencia vann heimaleikinn naumlega

Í gær fór fram fyrri viðureign Valencia og Real Madrid um hinn svokallaða Ofurbikar á Spáni. Þessi viðureign svipar til leiksins um Samfélagsskjöldinn í enska boltanum en í stað eins leiks er leikið heima og að heiman.

Fótbolti

Öll mörkin úr enska boltanum komin á Vísi

Fyrstu umferð ensku úrvalsdeilarinnar lauk í gær. 32 mörk voru skoruð í leikjum fyrstu umferðinnar en sigur vannst í þeim öllum að leik Manchester United og Newcastle undanskildum, sem lauk mað jafntefli. Hægt er að sjá öll mörkin hér á Vísi.

Enski boltinn

Berbatov klár en Ferguson segir framlínuna í lagi

Sir Alex Ferguson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til þess að fara í gegnum þetta tímabil með núverandi leikmannahóp sinn. Ensku meistararnir í Manchester United byrjuðu leiktíðina með vonbrigðum á heimavelli sínum, Old Trafford, og gerðu 1:1 jafntefli við Newcastle.

Enski boltinn

Valur og FH töpuðu

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í Landsbankadeild karla í kvöld. FH og Valur töpuðu leikjum sínum og Keflavík sem vann 5-0 sigur á Þrótti er komið með tveggja stiga forskot á toppnum.

Íslenski boltinn

KR vann Val 3-2

KR vann Val 3-2 í stórleik dagsins í Landsbankadeild kvenna. Eftir þessi úrslit er KR þremur stigum á eftir Val sem trjónir á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn

Meistararnir byrja á jafntefli

Englandsmeistarar Manchester United gerðu 1-1 jafntefli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Obafemi Martins kom Newcastle yfir í fyrri hálfleik með skallamarki en Darren Fletcher jafnaði skömmu síðar.

Enski boltinn