Fótbolti

Argentína lagði Brasilíu og mætir Nígeríu í úrslitum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Argentínumönnum leiddist ekki að leggja Brasilíumenn í dag.
Argentínumönnum leiddist ekki að leggja Brasilíumenn í dag.

Argentína vann Brasilíu 3-0 í undanúrslitum fótboltamóts Ólympíuleikanna í dag. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik kom Sergio Aguero Argentínu yfir og hann skoraði síðan einnig annað markið.

Ronaldinho átti aukaspyrnu sem hafnaði í tréverkinu áður en Juan Riquelme gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu. Lucas Leiva og Thiago Neves hjá Brasilíu fengu rauða spjaldið seint í leiknum.

Lucas var rekinn af velli á 81. mínútu fyrir brot á félaga sínum hjá Liverpool, Javier Mascherano. Argentína mun mæta Nígeríu í úrslitaleik sem fram fer á fimmtudag.

Nígería vann Belgíu örugglega 4-1 í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Chinedu Ogbuke Obasi skoraði tvö mörk og Olubayo Adefemi og Chibuzor Okonkwo sitthvort markið fyrir Nígeríu. Laurent Ciman minnkaði muninn fyrir Belgíu undir lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×