Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. Erlent 6.11.2024 06:29 Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ Erlent 5.11.2024 20:49 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 5.11.2024 18:34 Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2024 12:31 Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Erlent 5.11.2024 12:17 Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Erlent 5.11.2024 11:07 Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. Erlent 5.11.2024 10:36 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. Erlent 5.11.2024 09:52 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. Erlent 5.11.2024 06:51 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. Erlent 4.11.2024 22:21 Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. Erlent 4.11.2024 22:01 Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. Erlent 4.11.2024 20:00 Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Erlent 4.11.2024 17:29 Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Viðbragðsaðilar vinna enn hörðum höndum við að finna fólk sem hefur verið leitað síðan hamfaraflóð gekk yfir suðausturhluta spánar á þriðjudagskvöldið. Þeir einblína nú á bílakjallara í Valensía-héraði. Óttast er að tala látinna muni hækka. Erlent 4.11.2024 16:33 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. Erlent 4.11.2024 11:26 Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Svið rússneska utanríkisráðuneytisins sem fer með samskipti við Evrópusambandið og NATO verður ekki lengur kennt við Evrópusamstarf heldur „Evrópuvandamál“. Talskona ráðuneytisins segir nafnbreytinguna endurspegla breytingar í stöðu alþjóðamála. Erlent 4.11.2024 11:07 Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Erlent 4.11.2024 10:23 Á lokametrunum í kosningabaráttu Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum. Erlent 4.11.2024 06:48 Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. Erlent 3.11.2024 20:02 Grýttu drullu í Spánarkonung Mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað eftir manskæð flóð sem gengu yfir í síðustu viku. Erlent 3.11.2024 14:01 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. Erlent 3.11.2024 12:16 Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Erlent 3.11.2024 10:40 Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Bólusetningar við lömunarveiki hófust á ný í Norðurhluta Gasa í morgun eftir að seinkun varð á vegna aukinna árása Ísraelshers í október. Stefnt er á að bólusetja á annað hundrað þúsund barna við sjúkdómnum. Erlent 2.11.2024 22:25 Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Erlent 2.11.2024 20:15 Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú þjófnað á 22 tonnum af osti frá mjólkurbúinu Neal’s Yard Dairy. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um að villa á sér heimildir til að koma höndum sínum yfir ostinn. Erlent 2.11.2024 16:02 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. Erlent 2.11.2024 15:03 Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins Kemi Badenoch var kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún er fyrsta hörundsdökka konan til að gegna þessu hlutverki. Erlent 2.11.2024 12:10 „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Erlent 2.11.2024 10:38 Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. Erlent 1.11.2024 15:56 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Erlent 1.11.2024 14:06 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. Erlent 6.11.2024 06:29
Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ Erlent 5.11.2024 20:49
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 5.11.2024 18:34
Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2024 12:31
Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Erlent 5.11.2024 12:17
Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Erlent 5.11.2024 11:07
Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. Erlent 5.11.2024 10:36
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. Erlent 5.11.2024 09:52
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. Erlent 5.11.2024 06:51
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. Erlent 4.11.2024 22:21
Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. Erlent 4.11.2024 22:01
Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. Erlent 4.11.2024 20:00
Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Erlent 4.11.2024 17:29
Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Viðbragðsaðilar vinna enn hörðum höndum við að finna fólk sem hefur verið leitað síðan hamfaraflóð gekk yfir suðausturhluta spánar á þriðjudagskvöldið. Þeir einblína nú á bílakjallara í Valensía-héraði. Óttast er að tala látinna muni hækka. Erlent 4.11.2024 16:33
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. Erlent 4.11.2024 11:26
Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Svið rússneska utanríkisráðuneytisins sem fer með samskipti við Evrópusambandið og NATO verður ekki lengur kennt við Evrópusamstarf heldur „Evrópuvandamál“. Talskona ráðuneytisins segir nafnbreytinguna endurspegla breytingar í stöðu alþjóðamála. Erlent 4.11.2024 11:07
Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Erlent 4.11.2024 10:23
Á lokametrunum í kosningabaráttu Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum. Erlent 4.11.2024 06:48
Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. Erlent 3.11.2024 20:02
Grýttu drullu í Spánarkonung Mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað eftir manskæð flóð sem gengu yfir í síðustu viku. Erlent 3.11.2024 14:01
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. Erlent 3.11.2024 12:16
Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Erlent 3.11.2024 10:40
Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Bólusetningar við lömunarveiki hófust á ný í Norðurhluta Gasa í morgun eftir að seinkun varð á vegna aukinna árása Ísraelshers í október. Stefnt er á að bólusetja á annað hundrað þúsund barna við sjúkdómnum. Erlent 2.11.2024 22:25
Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Erlent 2.11.2024 20:15
Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú þjófnað á 22 tonnum af osti frá mjólkurbúinu Neal’s Yard Dairy. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um að villa á sér heimildir til að koma höndum sínum yfir ostinn. Erlent 2.11.2024 16:02
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. Erlent 2.11.2024 15:03
Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins Kemi Badenoch var kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún er fyrsta hörundsdökka konan til að gegna þessu hlutverki. Erlent 2.11.2024 12:10
„Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Erlent 2.11.2024 10:38
Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. Erlent 1.11.2024 15:56
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Erlent 1.11.2024 14:06