Erlent

Báru kennsl á 27 ára gamlar líkams­leifar á Gil­go ströndinni

Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað.

Erlent

Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína

Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu.

Erlent

Andrew Tate laus úr stofufangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi.

Erlent

Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip

Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. ­Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum.

Erlent

„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt

Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný.

Erlent

Viður­kenna að þau hafi Tra­vis í haldi

Norður-kóresk stjórn­völd hafa viður­kennt í fyrsta sinn að þau hafi banda­ríska her­manninn Tra­vis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrir­spurnum Sam­einuðu þjóðanna um það hvar her­maðurinn sé niður­kominn.

Erlent

Trump lýsir yfir sak­leysi sínu

Donald Trump hefur lýst yfir sak­leysi sínu vegna á­kæru á hendur honum vegna meintra til­rauna hans til þess að hnekkja úr­slitum í banda­rísku for­seta­kosningunum 2020. Fyrir­taka í máli hans fór fram í Was­hington D.C í kvöld.

Erlent

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent

Trudeau-hjónin skilja

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband.

Erlent

Vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips

Lögregluþjónar í Brasilíu björguðu nýverið fjórum mönnum frá Nígeríu sem vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips. Þeir kláruðu matarbirgðir sínar og vatn á tíunda degi en héldu lífi með því að drekka sjó.

Erlent

Ása búin að tala við Rex

Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu.

Erlent

Musk gert að fjar­lægja risa­stórt X-skilti

Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu.

Erlent

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Erlent

Náða Suu Kyi af nokkrum brotum

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi.

Erlent