Erlent

Senda björgunar­skip til Al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar

Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum.

Erlent

Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann

Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna.

Erlent

Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. 

Erlent

Taka lít­ið mark á yf­ir­lýs­ing­u Rúss­a um inn­rás Úkra­ín­u­mann­a

Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar.

Erlent

Vilja að vestur­veldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar

Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári.

Erlent

Fyrsti bylur Los Angeles í 34 ár

Í fyrsta sinn í 34 ár er byl spáð í Los Angeles. Veðurfræðingar í borginni voru forviða í fjölmiðlum í vikunni þar sem þeir höfðu aldrei nokkurn tímann séð slíka viðvörun á ferli sínum. 

Erlent

Ár eyðileggingar og hörmunga

Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu.

Erlent

For­dæma inn­rásina einu ári síðar

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi í dag atkvæði um að fordæma innrás Rússa í Úkraínu. Ályktunin var samþykkt með afgerandi meirihluta. Kína var á meðal þjóða sem sat hjá.

Erlent

R. Kel­ly fær annan þungan fangelsis­­dóm

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. 

Erlent

Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína

Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Erlent

Fundu risa­vetrar­brautir sem reyna á skilning á al­heiminum

Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni.

Erlent

Tugir fastir í námu í Kína

Tæplega fimmtíu námumenn eru nú fastir í námu í norðurhluta Kína eftir að skriða rann úr hlíð ofan í námuna. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið. 

Erlent

Eld­flauga­regn eftir blóðuga rassíu á Vestur­bakkanum

Ísraelsher segir að herskáir Palestínumenn hafi skotið sex eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael í nótt. Svo virðist sem að eldflaugaárásirnar séu svar við blóðugri rassíu Ísraela sem urðu ellefu Palestínumönnum að bana á Vesturbakkanum í gær.

Erlent

Fundu mennina látna á eld­fjallinu

Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. 

Erlent

Guterres fordæmir framferði Rússa

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar.

Erlent

Sænskur lög­reglu­stjóri fannst látinn á heimili sínu

Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við.

Erlent

Tók sjálfu yfir njósna­belgnum

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinbera svokallaða „sjálfu“ (e. selfie) flugmanns sem tekin var fyrir ofan kínverska njósnabelginn sem var skotinn niður á dögunum.

Erlent

Hand­tökur á Vestur­bakkanum enduðu með blóð­baði

Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga.

Erlent

Drottnari í fangelsi eftir að undir­lægjan drap kærastann

Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu.

Erlent

Þing­maður vill kljúfa Banda­ríkin í tvennt

Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið.

Erlent