Erlent

Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina.

Erlent

Tala látinna komin í 45 þúsund

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi.

Erlent

Sex skotin til bana í smá­bæ

Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið.

Erlent

Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi

Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin.

Erlent

„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa.

Erlent

Fimm­tíu þúsund vetrar­brautir á einni mynd

Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa.

Erlent

Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl

Þáttastjórnendur og forsvarsmenn Fox News töluðu sín á milli um verulegar efasemdir um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum 2020. Þau sögðust telja að viðmælendur þeirra eins og lögmaðurinn Sidney Powell væru að ljúga að áhorfendum þeirra. Engu að síður fjölluðu þau ítrekað um ásakanirnar og ýttu undir þær.

Erlent

Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan

Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur.

Erlent

Biden segir lík­lega um að ræða belgi frá einka­aðilum

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja.

Erlent

Nýr þing­maður leitar sér hjálpar vegna þung­lyndis

John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra.

Erlent

Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli

Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu.

Erlent

Brenndu banka i Beirút

Mótmælendur réðust að bönkum í Beirút og Trípólí í morgun og brenndu minnst sex þeirra til að mótmæla takmörkunum á úttektum úr bönkum í Líbanon. Mótmælendur kveiktu einnig í dekkjum og stöðvuðu umferð.

Erlent

Áður óséð myndefni af Titanic

Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings.

Erlent

Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu

Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu.

Erlent

Gaetz ekki ákærður vegna mansals

Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segist hafa fengið staðfestingu þess að hann verði ekki ákærður af saksóknurum sem höfðu hann til rannsóknar vegna mansals. Gaetz er umdeildur þingmaður og ötull stuðningsmaður Donalds Trumps.

Erlent

Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys

Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu.

Erlent

Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland

Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu.

Erlent

Færði heims­byggðinni þakkir fyrir að­stoðina

Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, þakkaði í dag öllum þeim ríkjum sem hafa boðið fram aðstoð sína eftir skjálftana mannskæðu í síðustu viku en að hans sögn hafa hundrað ríki boðist til að aðstoða og eru björgunarsveitir frá 76 löndum núna í Tyrklandi. 

Erlent

Gagn­rýnd­i aðra bak­hjarl­a fyr­ir hæg­a­gang með skrið­drek­a

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga.

Erlent