Erlent McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag. Erlent 6.1.2023 15:13 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Erlent 6.1.2023 10:54 Einn látinn eftir að byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Noregi Starfsmaður verslunar er látinn eftir að sextíu metra hár byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Melhus í Þrándalögum í Noregi í morgun. Erlent 6.1.2023 10:42 Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu. Erlent 6.1.2023 10:35 Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Erlent 6.1.2023 08:58 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Erlent 6.1.2023 08:56 Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Erlent 6.1.2023 07:48 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Erlent 5.1.2023 15:47 Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Erlent 5.1.2023 15:46 Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. Erlent 5.1.2023 14:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. Erlent 5.1.2023 14:00 Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02 Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50 Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25 Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00 ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44 Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14 Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Erlent 4.1.2023 14:23 Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Erlent 4.1.2023 12:04 Talinn hafa ekið viljandi niður þverhnípið með fjölskylduna innanborðs Lögregla í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna telur að ástæða sé til að ætla að ökumaður Tesla-bíls hafi ekið viljandi út af veginum við þverhníptar strendur Kyrrahafs, með fjölskyldu sína innanborðs. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 4.1.2023 10:16 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10 Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Erlent 4.1.2023 08:39 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Erlent 4.1.2023 07:33 Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52 Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. Erlent 3.1.2023 15:13 Björgunarafrek þegar fjölskylda í Teslu steyptist fram af bjargi Ljóst er að björgunarafrek var unnið í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í gær þegar Tesla með fjögurra manna fjölskyldu innanborðs steyptist fram af 76 metra háu þverhnípi niður í grýtta fjöru. Erlent 3.1.2023 13:58 « ‹ 189 190 191 192 193 194 195 196 197 … 334 ›
McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag. Erlent 6.1.2023 15:13
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Erlent 6.1.2023 10:54
Einn látinn eftir að byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Noregi Starfsmaður verslunar er látinn eftir að sextíu metra hár byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Melhus í Þrándalögum í Noregi í morgun. Erlent 6.1.2023 10:42
Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu. Erlent 6.1.2023 10:35
Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Erlent 6.1.2023 08:58
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Erlent 6.1.2023 08:56
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Erlent 6.1.2023 07:48
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Erlent 5.1.2023 15:47
Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Erlent 5.1.2023 15:46
Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. Erlent 5.1.2023 14:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. Erlent 5.1.2023 14:00
Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Erlent 5.1.2023 13:02
Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25
Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00
ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14
Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Erlent 4.1.2023 14:23
Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Erlent 4.1.2023 12:04
Talinn hafa ekið viljandi niður þverhnípið með fjölskylduna innanborðs Lögregla í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna telur að ástæða sé til að ætla að ökumaður Tesla-bíls hafi ekið viljandi út af veginum við þverhníptar strendur Kyrrahafs, með fjölskyldu sína innanborðs. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 4.1.2023 10:16
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10
Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Erlent 4.1.2023 08:39
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Erlent 4.1.2023 07:33
Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52
Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. Erlent 3.1.2023 15:13
Björgunarafrek þegar fjölskylda í Teslu steyptist fram af bjargi Ljóst er að björgunarafrek var unnið í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í gær þegar Tesla með fjögurra manna fjölskyldu innanborðs steyptist fram af 76 metra háu þverhnípi niður í grýtta fjöru. Erlent 3.1.2023 13:58