Denis Kapustin, sem segist vera leiðtogi Rússnesku Sjálboðaliðasveitanna eins og þeir kalla sig, ræddi við fréttamenn Úkraínumegin landamæranna í gærkvöldi. Rússar segjast hafa hrundið árásinni á Belgorod og kenna úkraínskum stjórnvöldum um að hafa staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Kænugarði hafna því og segja um rússneska ríkisborgara að ræða, sem þó virðast starfa innan landamæra Úkraínu. Tveir slíkir hópar hafa lýst ábyrgð á árásunum á Belgorod og aðra bæi við landamærin.
Kapustin segist ekki vilja fara nánar út í hvað standi til, en hann varar Rússa við að slíkar árásir muni verða algengari.