Erlent

Telja Úkraínu­menn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns

Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins.

Erlent

Vilja dæla vopnum til Taívans

Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið.

Erlent

Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“

Erlent

Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum

Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu.

Erlent

Segjast hafa fundið pyntinga­­klefa Rússa

Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum.

Erlent

Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það.

Erlent

Mannskaði í snjóflóði í Himalajafjöllum

Að minnsta kosti fjórir fjallgöngumenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að gönguhópur lenti í snjóflóði í Himalajafjöllum á Indlandi. Hluti hópsins er talinn fastur í jökulsprungu.

Erlent

Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu

Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi.

Erlent

Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks.

Erlent

Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta

Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu.

Erlent

Rúss­ar á und­an­hald­i í suðr­i

Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni.

Erlent

Boðaði ekki til þingkosninga

Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því.

Erlent

Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna.

Erlent

Rann­saka lottóið í Filipps­eyjum eftir að 433 unnu

Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar.

Erlent

Skutu eldflaug í átt að Japan

Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna.

Erlent

Úkraínuher sækir fram í suðri og austri

Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni.

Erlent

Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael

Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar.

Erlent