Erlent Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. Erlent 31.1.2022 14:58 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. Erlent 31.1.2022 13:45 Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. Erlent 31.1.2022 12:38 Sýknuð af því að hafa logið til um hópnauðgun Hæstiréttur Kýpur hefur fellt niður dóm yfir konu sem var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa logið til um hópnauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað á hóteli árið 2019. Erlent 31.1.2022 11:28 Einn sviptur valdi sínu sem lögga eftir skothríðina í Nasvhille Forsvarsmenn lögreglunnar í Nashville í Bandaríkjunum hafa svipt einn lögregluþjón valdi eftir atvik þar sem fjölmargir lögregluþjónar skutu mann sem vopnaður var dúkahníf. Umræddur lögregluþjónn skaut síðustu skotunum, eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta. Erlent 31.1.2022 10:58 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29 Íhuga að falla frá skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna Stjórnvöld á Englandi hafa það nú til skoðunar að falla frá skyldubólusetningum framlínustarfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt gildandi reglum ber öllum þeim sem falla í þann hóp að vera fullbólusettir 1. apríl næstkomandi. Erlent 31.1.2022 08:51 Tveir þýskir lögreglumenn skotnir til bana Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana þar sem þeir voru að sinna umferðareftirliti í vesturhluta Þýskalands í nótt. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 31.1.2022 08:09 Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Erlent 31.1.2022 07:57 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. Erlent 31.1.2022 07:29 Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. Erlent 31.1.2022 07:18 Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Erlent 31.1.2022 07:00 Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City. Erlent 31.1.2022 06:54 Nokkrir látnir af völdum stormsins Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu. Erlent 30.1.2022 22:17 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22 Í aðdraganda Vetrarólympíuleika: Mesti fjöldi smitaðra í átján mánuði Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni. Erlent 30.1.2022 18:51 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11 Níu létust eftir ofsaakstur í Las Vegas 9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða. Erlent 30.1.2022 14:30 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. Erlent 30.1.2022 13:59 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03 Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú. Erlent 30.1.2022 09:39 Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Erlent 30.1.2022 08:44 Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59 Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. Erlent 29.1.2022 22:52 Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17 Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Erlent 29.1.2022 16:09 Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Erlent 29.1.2022 10:30 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. Erlent 29.1.2022 07:01 Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 28.1.2022 23:55 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. Erlent 31.1.2022 14:58
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. Erlent 31.1.2022 13:45
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. Erlent 31.1.2022 12:38
Sýknuð af því að hafa logið til um hópnauðgun Hæstiréttur Kýpur hefur fellt niður dóm yfir konu sem var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa logið til um hópnauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað á hóteli árið 2019. Erlent 31.1.2022 11:28
Einn sviptur valdi sínu sem lögga eftir skothríðina í Nasvhille Forsvarsmenn lögreglunnar í Nashville í Bandaríkjunum hafa svipt einn lögregluþjón valdi eftir atvik þar sem fjölmargir lögregluþjónar skutu mann sem vopnaður var dúkahníf. Umræddur lögregluþjónn skaut síðustu skotunum, eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta. Erlent 31.1.2022 10:58
Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29
Íhuga að falla frá skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna Stjórnvöld á Englandi hafa það nú til skoðunar að falla frá skyldubólusetningum framlínustarfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt gildandi reglum ber öllum þeim sem falla í þann hóp að vera fullbólusettir 1. apríl næstkomandi. Erlent 31.1.2022 08:51
Tveir þýskir lögreglumenn skotnir til bana Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana þar sem þeir voru að sinna umferðareftirliti í vesturhluta Þýskalands í nótt. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 31.1.2022 08:09
Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Erlent 31.1.2022 07:57
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. Erlent 31.1.2022 07:29
Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. Erlent 31.1.2022 07:18
Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Erlent 31.1.2022 07:00
Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City. Erlent 31.1.2022 06:54
Nokkrir látnir af völdum stormsins Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu. Erlent 30.1.2022 22:17
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22
Í aðdraganda Vetrarólympíuleika: Mesti fjöldi smitaðra í átján mánuði Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni. Erlent 30.1.2022 18:51
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11
Níu létust eftir ofsaakstur í Las Vegas 9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða. Erlent 30.1.2022 14:30
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. Erlent 30.1.2022 13:59
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03
Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú. Erlent 30.1.2022 09:39
Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Erlent 30.1.2022 08:44
Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59
Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. Erlent 29.1.2022 22:52
Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17
Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Erlent 29.1.2022 16:09
Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13
Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Erlent 29.1.2022 10:30
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. Erlent 29.1.2022 07:01
Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 28.1.2022 23:55