Erlent

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Erlent

Slegist um hjálpar­gögn á Haítí

Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna.

Erlent

Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli

Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum.

Erlent

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Erlent

Efast um þörfina á örvunarskömmtum

Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim.

Erlent

Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída

Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði.

Erlent

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Erlent

Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku

Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Erlent

Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana

Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af.

Erlent

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Erlent

Íbúar Kabúl óttaslegnir

Þótt Talibanar hafi gefið út almenna sakaruppgjöf í Afganistan og skorað á fólk að halda til vinnu eru margir íbúar höfuðborgarinnar Kabúl óttaslegnir og halda sig heima.

Erlent

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

Erlent