Erlent Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Erlent 29.1.2024 18:57 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. Erlent 29.1.2024 16:06 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Erlent 29.1.2024 11:59 Stubb sigraði fyrri umferð finnsku forsetakosninganna Finnsku forsetaframbjóðendurnir Alexander Stubb og Pekka Haavisto voru atkvæðamestir í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Erlent 29.1.2024 07:32 Æðstu ráðamenn Ísrael ítreka áköll um brottflutning Palestínumanna Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, voru meðal þúsunda gesta á ráðstefnu sem fram fór í Jerúsalem í gær, þar sem fjallað var um nauðsyn þess að „endurnema“ Gasa og mögulegar leiðir til þess. Erlent 29.1.2024 07:13 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. Erlent 29.1.2024 06:33 Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Erlent 28.1.2024 23:32 Gætu bjargað nashyrningum með hjálp staðgöngumóður Vel gæti verið að vísindamönnum takist að bjarga tegund hvítra nashyrninga ef tæknifrjóvgunartilraunir með aðstoð staðgöngumóður takast. Aðeins tvö kvendýr eru eftir í heiminum og því brýnt að koma tegundinni til bjargar. Erlent 28.1.2024 21:00 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. Erlent 28.1.2024 17:44 Fimmtán og sextán ára drengir létust í stunguárás í Bristol Tveir drengir, fimmtán og sextán ára, voru stungnir til bana í borginni Bristol í Bretlandi í gærkvöldi. Erlent 28.1.2024 17:02 Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. Erlent 28.1.2024 15:14 Mótmælendur skvettu súpu á Mónu Lísu Mótmælendur skvettu súpu á málverk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, á Louvre-safninu í París í dag. Erlent 28.1.2024 11:18 Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. Erlent 28.1.2024 10:38 Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. Erlent 28.1.2024 08:46 Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins. Erlent 27.1.2024 23:43 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Erlent 27.1.2024 20:37 Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. Erlent 27.1.2024 10:31 Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Erlent 26.1.2024 22:57 Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Erlent 26.1.2024 20:05 Eigandi WWE sakaður um mansal Fyrrverandi starfsmaður fjölbragðaglímusambandsins WWE, World Wrestling Entertainement, hefur sakað forstjóra fyrirtækisins hann Vince McMahon um mansal. Erlent 26.1.2024 17:50 Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Erlent 26.1.2024 15:41 Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Erlent 26.1.2024 14:59 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. Erlent 26.1.2024 14:01 Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. Erlent 26.1.2024 12:46 Marsþyrlan sem fór langt fram úr væntingum biluð Litla Marsþyrlan Ingenuity mun ekki fljúga aftur. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Erlent 26.1.2024 10:48 Fyrsta aftakan með köfnunarefnisgasi Dæmdi morðinginn Kenneth Eugene Smith var tekinn af lífi í Alabama í nótt eftir að verjendur hans höfðu reynt allar mögulegar leiðir til að stöðva aftökuna. Erlent 26.1.2024 07:41 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Erlent 26.1.2024 07:10 Ekki talin hafa byrlað vinnufélögunum Viagra Sextíu og tveggja ára gömul ræstingarkona er ekki talin hafa byrlað vinnufélögum sínum með Viagra töflum, líkt og henni hafði verið gefið af sök. Þetta er niðurstaða dómstóls í Bretlandi. Erlent 25.1.2024 22:27 Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Erlent 25.1.2024 16:19 Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. Erlent 25.1.2024 13:47 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 334 ›
Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Erlent 29.1.2024 18:57
Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. Erlent 29.1.2024 16:06
UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Erlent 29.1.2024 11:59
Stubb sigraði fyrri umferð finnsku forsetakosninganna Finnsku forsetaframbjóðendurnir Alexander Stubb og Pekka Haavisto voru atkvæðamestir í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Erlent 29.1.2024 07:32
Æðstu ráðamenn Ísrael ítreka áköll um brottflutning Palestínumanna Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, voru meðal þúsunda gesta á ráðstefnu sem fram fór í Jerúsalem í gær, þar sem fjallað var um nauðsyn þess að „endurnema“ Gasa og mögulegar leiðir til þess. Erlent 29.1.2024 07:13
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. Erlent 29.1.2024 06:33
Lenti á Mars í síðasta sinn Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Erlent 28.1.2024 23:32
Gætu bjargað nashyrningum með hjálp staðgöngumóður Vel gæti verið að vísindamönnum takist að bjarga tegund hvítra nashyrninga ef tæknifrjóvgunartilraunir með aðstoð staðgöngumóður takast. Aðeins tvö kvendýr eru eftir í heiminum og því brýnt að koma tegundinni til bjargar. Erlent 28.1.2024 21:00
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. Erlent 28.1.2024 17:44
Fimmtán og sextán ára drengir létust í stunguárás í Bristol Tveir drengir, fimmtán og sextán ára, voru stungnir til bana í borginni Bristol í Bretlandi í gærkvöldi. Erlent 28.1.2024 17:02
Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. Erlent 28.1.2024 15:14
Mótmælendur skvettu súpu á Mónu Lísu Mótmælendur skvettu súpu á málverk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, á Louvre-safninu í París í dag. Erlent 28.1.2024 11:18
Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. Erlent 28.1.2024 10:38
Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. Erlent 28.1.2024 08:46
Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins. Erlent 27.1.2024 23:43
Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. Erlent 27.1.2024 20:37
Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. Erlent 27.1.2024 10:31
Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Erlent 26.1.2024 22:57
Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Erlent 26.1.2024 20:05
Eigandi WWE sakaður um mansal Fyrrverandi starfsmaður fjölbragðaglímusambandsins WWE, World Wrestling Entertainement, hefur sakað forstjóra fyrirtækisins hann Vince McMahon um mansal. Erlent 26.1.2024 17:50
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Erlent 26.1.2024 15:41
Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Erlent 26.1.2024 14:59
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. Erlent 26.1.2024 14:01
Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. Erlent 26.1.2024 12:46
Marsþyrlan sem fór langt fram úr væntingum biluð Litla Marsþyrlan Ingenuity mun ekki fljúga aftur. Þyrlan var flutt til Mars um borð í vélmenninu Perseverance, sem lenti á plánetunni rauðu í febrúar 2021. Upprunalega átti Ingenuity eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en markmið vísindamanna var að reyna að sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Erlent 26.1.2024 10:48
Fyrsta aftakan með köfnunarefnisgasi Dæmdi morðinginn Kenneth Eugene Smith var tekinn af lífi í Alabama í nótt eftir að verjendur hans höfðu reynt allar mögulegar leiðir til að stöðva aftökuna. Erlent 26.1.2024 07:41
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Erlent 26.1.2024 07:10
Ekki talin hafa byrlað vinnufélögunum Viagra Sextíu og tveggja ára gömul ræstingarkona er ekki talin hafa byrlað vinnufélögum sínum með Viagra töflum, líkt og henni hafði verið gefið af sök. Þetta er niðurstaða dómstóls í Bretlandi. Erlent 25.1.2024 22:27
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Erlent 25.1.2024 16:19
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. Erlent 25.1.2024 13:47