Erlent

Wolfgang Schäuble látinn

Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, er látinn, 81 árs að aldri. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara á tímum skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Erlent

Naval­ní heilsast vel og sendir há­tíðar­kveðjur

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 

Erlent

Valda­mestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli

Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið.

Erlent

Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 

Erlent

Tvö hundruð Palestínu­menn fallið síðasta sólar­hring

Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir.

Erlent

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. ​Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Erlent

Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum

Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið.

Erlent