Innlent

Berg­vin dæmdur fyrir að á­reita þrjár konur

Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna.

Innlent

Ekki megrunar­lyf heldur lyf við of­fitu

Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal.

Innlent

Á­tök í Ölfusi og offitulyf

Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Nauðugur sá kostur að fresta at­kvæða­greiðslunni

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni.

Innlent

Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við

Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi.

Innlent

Of þung en annars hraust á Ozempic

Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu.

Innlent

Slags­mála­hundar af­þökkuðu að­stoð lög­reglu

Þegar klukkan var hálffimm í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluna bar að garði voru allir þeir sem áttu hlut í máli að ganga á brott og enginn virtist slasaður eftir áflogin.

Innlent

Dregur saman með efstu fram­bjóð­endum

Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á.

Innlent

Mesta kvika frá því að kviku­gangurinn myndaðist

Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið.

Innlent

Ætlar alla leið í bar­áttu fyrir nafninu sínu

„Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði.

Innlent

Skipið leggur úr höfn

Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni.

Innlent

Skólastjóradrama í Kóraskóla fær ó­væntan endi

Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra.

Innlent