Innlent Bergvin dæmdur fyrir að áreita þrjár konur Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna. Innlent 18.5.2024 15:11 Slasaður eftir hestaslys í Ölfusi Verið er að sækja reiðmann sem féll af hestbaki við Hengilinn vestan Hellisheiðar. Hann er talinn nokkuð slasaður en ekki er vitað hve alvarlega. Innlent 18.5.2024 15:08 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Innlent 18.5.2024 14:00 Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Innlent 18.5.2024 13:10 Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Innlent 18.5.2024 12:44 „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Innlent 18.5.2024 12:13 Átök í Ölfusi og offitulyf Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. Innlent 18.5.2024 11:46 Ákærður fyrir að pissa daginn eftir Fiskidaginn mikla Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu, en það er Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sem höfðar málið. Innlent 18.5.2024 09:57 Gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Faxaflóa á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi og við Faxaflóa á morgun. Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austan til. Innlent 18.5.2024 09:28 Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Innlent 18.5.2024 09:23 „Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá“ Jóni Gnarr þykir sérkennilegt að forsetaframbjóðendum hafi ekki verið boðið í bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta kom fram í forsetakappræðum á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. Innlent 18.5.2024 09:01 Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi. Innlent 18.5.2024 08:01 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. Innlent 18.5.2024 08:01 Slagsmálahundar afþökkuðu aðstoð lögreglu Þegar klukkan var hálffimm í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluna bar að garði voru allir þeir sem áttu hlut í máli að ganga á brott og enginn virtist slasaður eftir áflogin. Innlent 18.5.2024 07:17 Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Innlent 17.5.2024 20:30 Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. Innlent 17.5.2024 20:14 Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. Innlent 17.5.2024 19:27 Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. Innlent 17.5.2024 18:39 Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Innlent 17.5.2024 18:06 Nota sykursýkislyf til að léttast og Rottweilerhundar bjóða í partý Íslendingum sem nota sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Innlent 17.5.2024 18:01 Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Innlent 17.5.2024 16:22 Sendiherra, sveitarstjóri og bæjarstjóri skipuð í nefnd Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi sendiherra, Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. Innlent 17.5.2024 16:19 Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Innlent 17.5.2024 15:38 Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Innlent 17.5.2024 15:29 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. Innlent 17.5.2024 15:23 „Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Innlent 17.5.2024 15:05 Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá „Þetta er fyrsta steypan hér við Fjarðarhornsá í Kollafirði. Brúin verður vonandi komin í gagnið 1. desember,“ segir Páll Halldór Björgúlfsson, verkefnastjóri framkvæmdarinnar við brúna. Innlent 17.5.2024 14:42 Segist kallaður „stríðsæsingarmaður“ vegna fyrirhyggju „Mér finnst mjög mikilvægt að forseti sýni frumkvæði á sviði utanríkismála en auðvitað verður það að gerast innan ramma utanríkisstefnunnar og í samráði við stjórnvöld, sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma.“ Innlent 17.5.2024 14:05 Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Innlent 17.5.2024 14:01 Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Innlent 17.5.2024 13:50 « ‹ 224 225 226 227 228 229 230 231 232 … 334 ›
Bergvin dæmdur fyrir að áreita þrjár konur Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Hann fær sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, vegna brotanna. Innlent 18.5.2024 15:11
Slasaður eftir hestaslys í Ölfusi Verið er að sækja reiðmann sem féll af hestbaki við Hengilinn vestan Hellisheiðar. Hann er talinn nokkuð slasaður en ekki er vitað hve alvarlega. Innlent 18.5.2024 15:08
Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Innlent 18.5.2024 14:00
Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Innlent 18.5.2024 13:10
Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Innlent 18.5.2024 12:44
„Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Innlent 18.5.2024 12:13
Átök í Ölfusi og offitulyf Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. Innlent 18.5.2024 11:46
Ákærður fyrir að pissa daginn eftir Fiskidaginn mikla Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu, en það er Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sem höfðar málið. Innlent 18.5.2024 09:57
Gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Faxaflóa á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi og við Faxaflóa á morgun. Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austan til. Innlent 18.5.2024 09:28
Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Innlent 18.5.2024 09:23
„Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá“ Jóni Gnarr þykir sérkennilegt að forsetaframbjóðendum hafi ekki verið boðið í bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta kom fram í forsetakappræðum á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. Innlent 18.5.2024 09:01
Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi. Innlent 18.5.2024 08:01
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. Innlent 18.5.2024 08:01
Slagsmálahundar afþökkuðu aðstoð lögreglu Þegar klukkan var hálffimm í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluna bar að garði voru allir þeir sem áttu hlut í máli að ganga á brott og enginn virtist slasaður eftir áflogin. Innlent 18.5.2024 07:17
Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Innlent 17.5.2024 20:30
Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. Innlent 17.5.2024 20:14
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. Innlent 17.5.2024 19:27
Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. Innlent 17.5.2024 18:39
Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Innlent 17.5.2024 18:06
Nota sykursýkislyf til að léttast og Rottweilerhundar bjóða í partý Íslendingum sem nota sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Innlent 17.5.2024 18:01
Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Innlent 17.5.2024 16:22
Sendiherra, sveitarstjóri og bæjarstjóri skipuð í nefnd Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi sendiherra, Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. Innlent 17.5.2024 16:19
Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Innlent 17.5.2024 15:38
Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Innlent 17.5.2024 15:29
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. Innlent 17.5.2024 15:23
„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Innlent 17.5.2024 15:05
Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá „Þetta er fyrsta steypan hér við Fjarðarhornsá í Kollafirði. Brúin verður vonandi komin í gagnið 1. desember,“ segir Páll Halldór Björgúlfsson, verkefnastjóri framkvæmdarinnar við brúna. Innlent 17.5.2024 14:42
Segist kallaður „stríðsæsingarmaður“ vegna fyrirhyggju „Mér finnst mjög mikilvægt að forseti sýni frumkvæði á sviði utanríkismála en auðvitað verður það að gerast innan ramma utanríkisstefnunnar og í samráði við stjórnvöld, sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma.“ Innlent 17.5.2024 14:05
Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Innlent 17.5.2024 14:01
Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Innlent 17.5.2024 13:50