Innlent

Kerfi liggja niðri og kvöld­fréttir fara ekki í loftið

Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út.

Innlent

Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“

Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika.

Innlent

Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu

Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fag­stéttir lýsa yfir þungum á­hyggjum vegna ó­lög­mætrar notkunar efna við fegrunar­að­gerðir. Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður rætt við for­mann Fé­lags ís­lenskra lýta­lækna sem segir að inn­leiða þurfi strangari lög­gjöf, líkt og þá sem gildir í Sví­þjóð.

Innlent

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Innlent

Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið

Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 

Innlent

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Innlent

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent

Ey­gló nýr for­maður stjórnar Sjúkra­trygginga

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR.

Innlent

Snyrti­fræðingar vilja reglu­gerð frá ráðu­neytinu

Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga gerir al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð af því tagi sem lýst er í sjón­varps­þættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ó­fag­lærðir sinna fegrunar­með­ferðum með fylli­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál.

Innlent

Lög­maður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk

Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. 

Innlent

Verj­endur ó­á­nægðir með kaffi­skort

Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama.

Innlent