Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum.

Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Borgar­firði

Hring­vegurinn er lokaður í Norður­ár­dal vegna al­var­legs um­ferðar­slyss. Tveir bílar skullu saman á Vestur­lands­vegi til móts við Hvamms­kirkju, skammt frá Bif­röst. Fjórir voru í bílunum.

Innlent

Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu.

Innlent

Sjáðu konurnar koma niður eftir 33 tíma dvöl

Þær Anahita Babei og Elissa Bijou komu niður úr möstrum hval­veiði­skipanna Hvals 8 og Hvals 9 á þriðja tímanum í dag. Þar höfðu þær verið í 33 tíma til að mót­mæla fyrir­huguðum hval­veiðum Hvals en þær voru fluttar á brott í lög­reglu­bíl.

Innlent

„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mann­réttinda­brot“

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni.

Innlent

Nafn mannsins sem lést í Eyja­firði

Maðurinn sem lést í hlíðum Hag­ár­dals inn í Eyja­firði á laugar­dag hét Jónas Vig­fús­son. Jónas lætur eftir sig eigin­konu, tvær upp­komnar dætur og sjö barna­börn.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aðgerðir dýraverndunarsinna sem hófust í gærmorgun í Reykjavíkurhöfn verða enn í sviðsljósinu í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan daginn. 

Innlent

Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott.

Innlent

Ís­firðingar opnir fyrir sam­einingu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum.

Innlent

Fær 215 milljóna króna styrk til að rann­saka mál­notkun þing­manna

Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum.

Innlent

„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“

Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 

Innlent

Segir hring­ferðina um Ís­land hafa breytt lífi sínu

Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera.

Innlent

„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“

„Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni.

Innlent