Innlent

Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula við­vörun

Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar.

Innlent

Hringt á lög­reglu vegna starfs­manna veitinga­staðar

Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Innlent

Nauð­syn­legt að nýr viti verði byggður

Gjögurviti við Strandir í Árneshreppi er fallinn. Vitavörður telur líklegt að óveður seinni partinn í gær hafi gert út af við vitann, sem hafði staðið í rúma öld. Hann segir nauðsynlegt að nýr viti verði reistur hið snarasta. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögmaður seinfærrar móður tveggja drengja, sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum, segir óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Prófessor í fötlunarfræði segir allt of algengt að börn séu tekin of snemma frá foreldrum.

Innlent

Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða

Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 

Innlent

Segir sátta­semjara valdlausan

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag þar sem hún lýsir verkfalli flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli sem skæruaðgerðum og gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda.

Innlent

Hjól at­vinnu­lífsins á fullu í Skaga­firði

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Skagafirði og verða áfram á nýju ári en þar má nefna stækkun sundlaugarinnar á Sauðárkróki, bygging nýs leikskóla í Varmahlíð, endurbætur á grunnskólanum á Hofsósi og stækkun á höfninni á Sauðárkróki svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

Grenndargámum komið upp á Sel­tjarnar­nesi

Grenndargámum hefur verið komið upp á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi sem er gleðiefni fyrir Seltirninga og Vesturbæinga. Það var áður grenndarstöð á Eiðistorgi en þurfti að fjarlægja hana vegna slæmrar umgengni.

Innlent

Vakta Grinda­vík vel á­fram

Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við.

Innlent

Ó­víst með fund um helgina og næsta verk­fall yfir­vofandi

Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. 

Innlent

Rýming æfð í Bláa lóninu

Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði.

Innlent

Ó­lík­legt að allir komist heim fyrir jól

Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins.

Innlent