Innlent

Gosið í dauðateygjunum

Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 

Innlent

Ó­hugnan­leg fegurð stærstu eld­stöðvar Ís­lands

Jörð hefur skolfið á Torfajökulssvæðinu, norðan við Mýrdalsjökul, undanfarna daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir það háalvarlegt ef gos hæfist á þessum stað því Torfajökull getur búið til ansi öflugt sprengigos.

Innlent

Búið að hreinsa eitruðu Bjarnar­klóna af lóð N1

Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. 

Innlent

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

For­maður Þroska­hjálpar segir úr­ræða­leysið í geð­heil­brigðis­málum of mikið og að yfir­völd verði að bregðast við í fram­haldi af frétt Stöðvar 2 í gær­kvöldi um konu sem veldur sér sjálf­skaða með því að klóra sér í and­litinu. For­stöðu­kona geð­sviðs Land­spítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úr­ræði.

Innlent

„Við í Framsókn erum sultuslök“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni.

Innlent

Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði.

Innlent

Aug­ljóst að eitt­hvað sé að þegar veikinda­dagar eru 39 á ári

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 

Innlent

„Ekki verslunar­manna­helgin þar sem allt fýkur til fjandans“

Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar sem segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. 

Innlent

Göngu­­leiðir að gos­stöðvunum opnar í dag

Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. 

Innlent

Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnar­firði

Margir í­búar í Valla­rhverfi í Hafnar­firði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg.

Innlent

Dramatísk fækkun ungs fólks á Ís­landi sem fer í með­ferð

Ungt fólk hefur mun síður leitað í með­ferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðar­lega fækkun frá því á fyrri árum. For­stjóri og fram­kvæmda­stjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni já­kvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hins­vegar gjarnan í al­var­legri neyslu.

Innlent

Lang­þreytt á eitraðri bjarnar­kló eftir að tvö barna­börn brenndust

Íbúi í vestur­bæ Reykja­víkur segist vera orðin lang­þreytt á bjarnar­kló sem gert hefur sig heima­komna í garðinum hennar. Barna­barn hennar brenndist á fótum við garð­vinnu en sex ár eru síðan annað barna­barn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma um­hirðu bensín­stöðvarinnar N1 um lóð fyrir­tækisins, þaðan sem hún segir bjarnar­klóna koma.

Innlent

Eigum ekki að geyma ís­lensku í forma­líni

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu.

Innlent