Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Jón Ísak Ragnarsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 24. apríl 2024 18:26 Kristrún Frostadóttir hélt fund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Vísir/Magnús Hlynur Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum. Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum.
Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira