Gagnrýni 13 spora kerfi fyrir varúlfa Hressileg og vel skrifuð unglingasaga með sannferðugum persónum og skemmtilegri útfærslu á átökunum við fíkniefnaneyslu. Gagnrýni 7.5.2013 17:00 Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu. Gagnrýni 6.5.2013 11:30 Allt er þegar þrennt er Myndin er bæði fyndnari og meira spennandi en forverar hennar, og þrátt fyrir brellusúpuna verður áhorfandinn aldrei dasaður. Gagnrýni 3.5.2013 11:35 Ástir, örlög og saxófónn De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur. Gagnrýni 3.5.2013 00:01 Helvíti – það eru hinir Nesser er í hópi þeirra bestu og þótt sagan kraumi ekkert af spennu er hún djúp og næm lýsing á samskiptum innan fjölskyldu. Lögreglumaðurinn Barbarotti er líka skrattanum skemmtilegri. Gagnrýni 26.4.2013 15:00 Fínasti fugl Áhugavert en óþægilegt unglingadrama. Aðalleikarinn Styr Júlíusson er hæfileikaríkur piltur. Gagnrýni 22.4.2013 15:45 Leikhús á öðru plani Fullkomin útfærsla á skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun þar sem unnið er með mörk heilbrigðis og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem lætur engan ósnortinn. Gagnrýni 22.4.2013 11:30 Furðuskepnan konan Krúttlegt leikrit um líkama og sálarástand konunnar en ristir ekki sérstaklega djúpt. Gagnrýni 22.4.2013 11:00 Leikur tveimur skjöldum Íslenska landslagið nýtur sín afar vel í Oblivion og ekki skemmir glæsileg myndatakan. Gagnrýni 21.4.2013 14:45 Til hamingju Þjóðleikhús Ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og bulli og merkir ekki neitt. Það er þannig sem Páll Ólafsson lýsir sínum skáldaða veruleika. Þeim veruleika sem stóra svið Þjóðleikhússins hýsir um þessar mundir. Sögunni um Englana fjóra, Engla Alheimsins. Sýningin er útfærð sem saga inn í sögu, þar sem áhorfendur eru meðvitaðir um stöðu sína í salnum. Söguna þekkja flestir og fer leikstjóri verksins Þorleifur Arnarson, þá leið að endursegja ekki söguna heldur gefur sér að áhorfendur þekki atburðarrásina. Þeir Þorleifur og Símon Birgisson sjá um leikgerð verksins og gera að mínu mati mjög vel, eru textanum afar trúir en nálgast söguna á nýstárlegan hátt. Sýningin er saga hins sjálfskipaða listamanns Páls, sem telur sig vera Vincent Van Gogh endurfæddur. Áhorfendur fylgjast með Páli missa tökin á tilveru sinni og verða vistaður á geðspítala. Verkið er ekki aðeins fullt af einsemd og útskúfun heldur líka innri átökum Páls við sjálfan sig og samfélagið. Það eru árekstrar geðveikinnar og þess sem við köllum norm sem myndar rauðan þráð í verki Einars Más Guðmundssonar, en söguna byggir hann á ævi bróður síns, Pálma Arnar Guðmundssonar. Upprisa öryrkjanna Í verkinu fylgjumst við með veröld Páls þar sem hann er ekki aðeins sögumaður heldur líka leikstjóri. Hann kallar á svið leikara lífs síns meðan sviðsmenn Þjóðleikhússins minna okkur reglulega á að þetta er aðeins uppfærsla á sögu sem eitt sinn var. Veröldin er leiksvið eins og skáldið sagði, en hvað hefur merkingu. Sagan hans Páls. Full af mögli og bulli og merkir, jú alveg heilmikið. Verkið er fullt af ádeilum á þöggun samfélagins gegn þeim sem standa á jaðri þess þó listi þeirra sé lengri en meðal klósettrúlla. Hver hefur rödd og hvers vegna. Afhverju teljum við tannlækni á jeppa betri en listamann í hvítum slopp. Hér á sér stað upprisa öryrkjanna sem yrkja þó ekki hratt heldur lifa við lífsins lægstu kjör og litið er niður á af öllum stigum samfélagsins. Persónur verksins kasta fram mörgum af þekktustu leiðtogum þessa heims og draga á köflum geðheilsu þeirra í efa. Kannski er það rétt hjá Páli að enginn eigi að skrifa ævisögu sína fyrr en hann er dauður. Steindauður. Þá fyrst verður tekið mark á honum. Leikmynd Vytautas Narbutasar var bæði hrá og nútímaleg. Hún lýsti innra lífi Páls að miklu leiti og fangaði bæði meðvirknislega matmálstíð fjölskyldu Páls þegar sjúkdómurinn hefur heltekið hann sem og geðsjúkrahúsið sem hýsti hann síðar á lífsleiðinni, eða eins og segir í verkinu, heimilin eru orðin svo lík geðspítölum að maður er hættur að sjá muninn. Búningar Filipíu Elísdóttur voru undarlegir eins og persónurnar allar og kallaðist þannig á við verkið. Sjálfur klæddist Páll töffaralegum leðurbuxum og jakka í stíl en líktist svo klæðaburði kvikmyndapersónunnar eftir því sem leið á leikinn. Þegar líða tók á leikritið hlóð hann utan á sig klæðum í takt við lyfjafituna og kom vel út. Hinir vistmennirnir klæddust í takt við hugarfóstur sín og kom vel út á öllum. Óhugnarlegur Atli Mikið mæðir á stjörnu sýningarinnar og eflaust erfitt að toppa fyrirrennarann í þeim efnum. Mikilvægt er að hafa í huga ólíka nálgun leikaranna tveggja og festast ekki í samanburði á sýningu og bíómynd. Í þessari uppfærslu velur Atli Rafn Sigurðarson að túlka Pál eilítið eiturlyfjalegan. Í það minnsta minnti hann mig mjög á fíkil þar sem hann fjárkúgaði foreldra sína og talaði kækjað og óðamála eins og eiturlyfjafíklum gjarnan er vani. Atli var óhugnarlega sannfærandi. Þeir Jóhannes Haukur Jóhannsson og Ólafur Egill Egilsson fóru feiknar vel með hlutverk sín sem Viktor og Óli bítill en Snorri Engilbertsson náði ekki að sannfæra mig sem Pétur. Auk þess hefði ég viljað séð meira gert úr sjálfsmorði Péturs en erfitt að toppa sjórekið lík hýft upp úr hafinu. Eggert Þorleifsson kom skemmtilega á óvart sem kankvís geðlæknir sem með bananabrögðum hélt sjúklingum sínum góðum. Foreldar Páls þau Sólveig Arnardóttir og Baldur Trausti Hreinsson, voru heldur litlaus en sennilegast var það af ásettu ráði. Saga Garðarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fóru vel með þann litla efnivið sem þau höfðu í persónusköpun yngri systkina Páls. Þáttur Dagnýjar var talsvert ólíkur þeirri sýn sem kvikmyndin kastaði fram en þar var gefið í skyn að höfnun hennar hefði verið kveikjan af veikindum Páls. Í verkinu er persóna Dagnýjar líkari hugarburði en raunverulegri veru. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór fantavel með hlutverk sitt og virðist flestir vegir færir. Æskuvinur Páls, hinn góði og heilsteypti Rögnvaldur, er leikinn af Rúnari Frey Gíslasyni sem á hér endurkomu á sviðið og var einkar skemmtilegt að sjá hvernig hinn útlægi leikari við leikhús landsmanna var færður með tvíræðum texta aftur upp á leiksviðið þar sem hann á heima. Saga í sögu Það er einmitt þessi viðsnúningur hlutverka sem gerir aðlögun sýningarinnar svo áhugaverða. Skemmtilegt dæmi er þegar Páll dettur úr karakter yfir í leikarann Atla. Hugarburður Páls, um leikarann Atla, breytti í raun hlutverkaskipan leikara og persónu sem ein birtingarmynd geðhvarfasýki söguhetjunnar. Kleppur er víða. Sýningin er sögð með aðstoð kvikmyndarinnar góðkunnu þar sem áhorfendur grípa inn í kafla úr myndinni sem kallast á við atburði leikverksins og endurvarpa kunnuglegum aðstæðum á skemmtilegan hátt.Sérstaklega fannst mér vel til takast þegar Páli finnst einhver vera bregða fyrir sig fæti en á sama tíma spilast sama atriði úr myndinni í bakgrunni hans. Skáldsaga - Kvikmynd - Leikverk Vissulega er margt sem ekki er hægt að túlka á leiksviði en hefur sterka upplifun á hvíta tjaldinu og má þar helst nefna söguna um hestana fjóra sem birtust okkur svo ljóslifandi í fjörunni í bíósalnum. Frásögn móður Páls á draumnum er ekki eins átakamikil. Eins er lokasena myndarinnar sterkari en orðin í munni leikarans sem lýsir atburðunum. Í raun má segja að upphaf og endir sögunnar sé raunverulegri í kvikmyndinni en ekki við leikhúsið að sakast. Vissulega komu líka senur sem náðu sér betur á strik með beinni upplifun en á bíótjaldinu svo sem þjóðsöngur í Þjóðleikhúsinu. Sjálfsagt voru margir spenntir að sjá leikhúslausnina á einnu þekktasta atriði kvikmyndarinnar þegar vinirnir þrír sitja að snæðingi á einum virtasta veitingarstað borgarinnar. Í verkinu leysist senan með óborganlegum hætti þar sem leikhúsgestir eru minntir á hversu ljótt það er að gera grín af sjúkum. Í heildina er sýningin stórskemmtileg og sorgleg á sama tíma. Sagan er þörf í samfélaginu nú sem ávallt og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að skoða allar hliðar samfélagsins. Boðskapurinn um að Kleppur sé víða skín skært og dregur fram þá þunnu línu milli þess sem við köllum heilbrigt og sýkt. Hver hefur sinn djöful að draga og oft verða bestu sögurnar ekki góðar fyrr en aðalpersónan er dauð. Engillinn hans Páls lifir þó í þessari sívinsælu sögu sem mun vafalaust sóma sér vel innan sviðsveggjanna langt fram á næsta leikár. Ein stærsta sýning leikársins sem allir leikhúsgestir geta glaðst yfir að sjá. Til hamingju Þjóðleikhús. Gagnrýni 21.4.2013 13:54 Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. Gagnrýni 16.4.2013 12:00 ELO-sándið endurskapað í Eldborg Miðaldra áheyrendahópur fékk nostalgíukastið sem hann borgaði fyrir. Ótrúlega vel tókst til með vandmeðfarið sánd. Gagnrýni 16.4.2013 12:00 Kraftmikið poppkornsfjör og pönkgleði G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Gagnrýni 11.4.2013 07:00 Aumir brosvöðvar eftir góða sýningu Vel lukkað uppistand. Craig Campbell bar af. Ari Eldjárn var pottþéttur að venju. Gagnrýni 8.4.2013 11:00 Óður til leikgleðinnar - og Rambós Frábær sýning. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. Gagnrýni 5.4.2013 10:00 Berskjaldað búnt Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. Gagnrýni 28.3.2013 06:00 Hömluleysi á Jónsmessunótt Ögrandi og djörf sýn ungs leikhúsfólks á William Shakespeare. Gagnrýni 25.3.2013 17:00 Skemmtilegt hliðarspor Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Gagnrýni 21.3.2013 12:00 Grái fiðringurinn fer Grant vel Frábærir útgáfutónleikar, með þéttri hljómsveit og ótrúlega einlægum og góðum söngvara Gagnrýni 18.3.2013 06:00 Besti Tomb Raider í langan tíma Nýi Tomb Raider-leikurinn nær að blása nýju lífi í leikjaseríuna með miklum hasar, skemmtilegum þrautum og fallegri framsetningu. Gagnrýni 16.3.2013 06:00 Rómantískt sjónarhorn Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900. Gagnrýni 14.3.2013 06:00 Áhætta sem borgaði sig Útkoman er í einu orði sagt frábær. Biggi Veira klæðir sígildar lagasmíðar Johns Grant í nýjan búning. Gagnrýni 11.3.2013 13:45 Kynlíf og dóp en ekkert rokk Bíð spennt eftir framhaldsbókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést. Gagnrýni 11.3.2013 13:45 Raf- og taktvæddar Árstíðir Árstíðir er ein af þessum harðduglegu íslensku hljómsveitum sem fjármagna plöturnar sínar sjálfar og spila úti um allar trissur. Gagnrýni 7.3.2013 06:00 Martröð Mikkelsen Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá. Gagnrýni 7.3.2013 06:00 Ekki klikkar Cave Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum Nick Cave. Virkar best í alvöru græjum. Gagnrýni 6.3.2013 06:00 Dimmari og kraftmeiri Bloodgroup Tracing Echoes er stórt skref tónlistarlega frá Dry Land. Hljómurinn er miklu dýpri og dimmari og er eiginlega alveg magnaður. Gagnrýni 5.3.2013 12:00 Glettilega framreiddur gjörningur Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch. Gagnrýni 5.3.2013 06:00 Óhugnaður í Kassanum Þetta er ekkert þægileg sýning. Þeir sem vilja fara í leikhús til að hlæja, skemmta sér og gleyma ættu sennilega ekkert að eltast við hana. En það var engin tilviljun að allir frumsýningargestir risu á fætur við sýningarlok á föstudaginn. Gagnrýni 4.3.2013 06:00 Græskulaust gaman Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Gagnrýni 3.3.2013 15:30 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 67 ›
13 spora kerfi fyrir varúlfa Hressileg og vel skrifuð unglingasaga með sannferðugum persónum og skemmtilegri útfærslu á átökunum við fíkniefnaneyslu. Gagnrýni 7.5.2013 17:00
Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu. Gagnrýni 6.5.2013 11:30
Allt er þegar þrennt er Myndin er bæði fyndnari og meira spennandi en forverar hennar, og þrátt fyrir brellusúpuna verður áhorfandinn aldrei dasaður. Gagnrýni 3.5.2013 11:35
Ástir, örlög og saxófónn De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur. Gagnrýni 3.5.2013 00:01
Helvíti – það eru hinir Nesser er í hópi þeirra bestu og þótt sagan kraumi ekkert af spennu er hún djúp og næm lýsing á samskiptum innan fjölskyldu. Lögreglumaðurinn Barbarotti er líka skrattanum skemmtilegri. Gagnrýni 26.4.2013 15:00
Fínasti fugl Áhugavert en óþægilegt unglingadrama. Aðalleikarinn Styr Júlíusson er hæfileikaríkur piltur. Gagnrýni 22.4.2013 15:45
Leikhús á öðru plani Fullkomin útfærsla á skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun þar sem unnið er með mörk heilbrigðis og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem lætur engan ósnortinn. Gagnrýni 22.4.2013 11:30
Furðuskepnan konan Krúttlegt leikrit um líkama og sálarástand konunnar en ristir ekki sérstaklega djúpt. Gagnrýni 22.4.2013 11:00
Leikur tveimur skjöldum Íslenska landslagið nýtur sín afar vel í Oblivion og ekki skemmir glæsileg myndatakan. Gagnrýni 21.4.2013 14:45
Til hamingju Þjóðleikhús Ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og bulli og merkir ekki neitt. Það er þannig sem Páll Ólafsson lýsir sínum skáldaða veruleika. Þeim veruleika sem stóra svið Þjóðleikhússins hýsir um þessar mundir. Sögunni um Englana fjóra, Engla Alheimsins. Sýningin er útfærð sem saga inn í sögu, þar sem áhorfendur eru meðvitaðir um stöðu sína í salnum. Söguna þekkja flestir og fer leikstjóri verksins Þorleifur Arnarson, þá leið að endursegja ekki söguna heldur gefur sér að áhorfendur þekki atburðarrásina. Þeir Þorleifur og Símon Birgisson sjá um leikgerð verksins og gera að mínu mati mjög vel, eru textanum afar trúir en nálgast söguna á nýstárlegan hátt. Sýningin er saga hins sjálfskipaða listamanns Páls, sem telur sig vera Vincent Van Gogh endurfæddur. Áhorfendur fylgjast með Páli missa tökin á tilveru sinni og verða vistaður á geðspítala. Verkið er ekki aðeins fullt af einsemd og útskúfun heldur líka innri átökum Páls við sjálfan sig og samfélagið. Það eru árekstrar geðveikinnar og þess sem við köllum norm sem myndar rauðan þráð í verki Einars Más Guðmundssonar, en söguna byggir hann á ævi bróður síns, Pálma Arnar Guðmundssonar. Upprisa öryrkjanna Í verkinu fylgjumst við með veröld Páls þar sem hann er ekki aðeins sögumaður heldur líka leikstjóri. Hann kallar á svið leikara lífs síns meðan sviðsmenn Þjóðleikhússins minna okkur reglulega á að þetta er aðeins uppfærsla á sögu sem eitt sinn var. Veröldin er leiksvið eins og skáldið sagði, en hvað hefur merkingu. Sagan hans Páls. Full af mögli og bulli og merkir, jú alveg heilmikið. Verkið er fullt af ádeilum á þöggun samfélagins gegn þeim sem standa á jaðri þess þó listi þeirra sé lengri en meðal klósettrúlla. Hver hefur rödd og hvers vegna. Afhverju teljum við tannlækni á jeppa betri en listamann í hvítum slopp. Hér á sér stað upprisa öryrkjanna sem yrkja þó ekki hratt heldur lifa við lífsins lægstu kjör og litið er niður á af öllum stigum samfélagsins. Persónur verksins kasta fram mörgum af þekktustu leiðtogum þessa heims og draga á köflum geðheilsu þeirra í efa. Kannski er það rétt hjá Páli að enginn eigi að skrifa ævisögu sína fyrr en hann er dauður. Steindauður. Þá fyrst verður tekið mark á honum. Leikmynd Vytautas Narbutasar var bæði hrá og nútímaleg. Hún lýsti innra lífi Páls að miklu leiti og fangaði bæði meðvirknislega matmálstíð fjölskyldu Páls þegar sjúkdómurinn hefur heltekið hann sem og geðsjúkrahúsið sem hýsti hann síðar á lífsleiðinni, eða eins og segir í verkinu, heimilin eru orðin svo lík geðspítölum að maður er hættur að sjá muninn. Búningar Filipíu Elísdóttur voru undarlegir eins og persónurnar allar og kallaðist þannig á við verkið. Sjálfur klæddist Páll töffaralegum leðurbuxum og jakka í stíl en líktist svo klæðaburði kvikmyndapersónunnar eftir því sem leið á leikinn. Þegar líða tók á leikritið hlóð hann utan á sig klæðum í takt við lyfjafituna og kom vel út. Hinir vistmennirnir klæddust í takt við hugarfóstur sín og kom vel út á öllum. Óhugnarlegur Atli Mikið mæðir á stjörnu sýningarinnar og eflaust erfitt að toppa fyrirrennarann í þeim efnum. Mikilvægt er að hafa í huga ólíka nálgun leikaranna tveggja og festast ekki í samanburði á sýningu og bíómynd. Í þessari uppfærslu velur Atli Rafn Sigurðarson að túlka Pál eilítið eiturlyfjalegan. Í það minnsta minnti hann mig mjög á fíkil þar sem hann fjárkúgaði foreldra sína og talaði kækjað og óðamála eins og eiturlyfjafíklum gjarnan er vani. Atli var óhugnarlega sannfærandi. Þeir Jóhannes Haukur Jóhannsson og Ólafur Egill Egilsson fóru feiknar vel með hlutverk sín sem Viktor og Óli bítill en Snorri Engilbertsson náði ekki að sannfæra mig sem Pétur. Auk þess hefði ég viljað séð meira gert úr sjálfsmorði Péturs en erfitt að toppa sjórekið lík hýft upp úr hafinu. Eggert Þorleifsson kom skemmtilega á óvart sem kankvís geðlæknir sem með bananabrögðum hélt sjúklingum sínum góðum. Foreldar Páls þau Sólveig Arnardóttir og Baldur Trausti Hreinsson, voru heldur litlaus en sennilegast var það af ásettu ráði. Saga Garðarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fóru vel með þann litla efnivið sem þau höfðu í persónusköpun yngri systkina Páls. Þáttur Dagnýjar var talsvert ólíkur þeirri sýn sem kvikmyndin kastaði fram en þar var gefið í skyn að höfnun hennar hefði verið kveikjan af veikindum Páls. Í verkinu er persóna Dagnýjar líkari hugarburði en raunverulegri veru. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór fantavel með hlutverk sitt og virðist flestir vegir færir. Æskuvinur Páls, hinn góði og heilsteypti Rögnvaldur, er leikinn af Rúnari Frey Gíslasyni sem á hér endurkomu á sviðið og var einkar skemmtilegt að sjá hvernig hinn útlægi leikari við leikhús landsmanna var færður með tvíræðum texta aftur upp á leiksviðið þar sem hann á heima. Saga í sögu Það er einmitt þessi viðsnúningur hlutverka sem gerir aðlögun sýningarinnar svo áhugaverða. Skemmtilegt dæmi er þegar Páll dettur úr karakter yfir í leikarann Atla. Hugarburður Páls, um leikarann Atla, breytti í raun hlutverkaskipan leikara og persónu sem ein birtingarmynd geðhvarfasýki söguhetjunnar. Kleppur er víða. Sýningin er sögð með aðstoð kvikmyndarinnar góðkunnu þar sem áhorfendur grípa inn í kafla úr myndinni sem kallast á við atburði leikverksins og endurvarpa kunnuglegum aðstæðum á skemmtilegan hátt.Sérstaklega fannst mér vel til takast þegar Páli finnst einhver vera bregða fyrir sig fæti en á sama tíma spilast sama atriði úr myndinni í bakgrunni hans. Skáldsaga - Kvikmynd - Leikverk Vissulega er margt sem ekki er hægt að túlka á leiksviði en hefur sterka upplifun á hvíta tjaldinu og má þar helst nefna söguna um hestana fjóra sem birtust okkur svo ljóslifandi í fjörunni í bíósalnum. Frásögn móður Páls á draumnum er ekki eins átakamikil. Eins er lokasena myndarinnar sterkari en orðin í munni leikarans sem lýsir atburðunum. Í raun má segja að upphaf og endir sögunnar sé raunverulegri í kvikmyndinni en ekki við leikhúsið að sakast. Vissulega komu líka senur sem náðu sér betur á strik með beinni upplifun en á bíótjaldinu svo sem þjóðsöngur í Þjóðleikhúsinu. Sjálfsagt voru margir spenntir að sjá leikhúslausnina á einnu þekktasta atriði kvikmyndarinnar þegar vinirnir þrír sitja að snæðingi á einum virtasta veitingarstað borgarinnar. Í verkinu leysist senan með óborganlegum hætti þar sem leikhúsgestir eru minntir á hversu ljótt það er að gera grín af sjúkum. Í heildina er sýningin stórskemmtileg og sorgleg á sama tíma. Sagan er þörf í samfélaginu nú sem ávallt og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að skoða allar hliðar samfélagsins. Boðskapurinn um að Kleppur sé víða skín skært og dregur fram þá þunnu línu milli þess sem við köllum heilbrigt og sýkt. Hver hefur sinn djöful að draga og oft verða bestu sögurnar ekki góðar fyrr en aðalpersónan er dauð. Engillinn hans Páls lifir þó í þessari sívinsælu sögu sem mun vafalaust sóma sér vel innan sviðsveggjanna langt fram á næsta leikár. Ein stærsta sýning leikársins sem allir leikhúsgestir geta glaðst yfir að sjá. Til hamingju Þjóðleikhús. Gagnrýni 21.4.2013 13:54
Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. Gagnrýni 16.4.2013 12:00
ELO-sándið endurskapað í Eldborg Miðaldra áheyrendahópur fékk nostalgíukastið sem hann borgaði fyrir. Ótrúlega vel tókst til með vandmeðfarið sánd. Gagnrýni 16.4.2013 12:00
Kraftmikið poppkornsfjör og pönkgleði G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Gagnrýni 11.4.2013 07:00
Aumir brosvöðvar eftir góða sýningu Vel lukkað uppistand. Craig Campbell bar af. Ari Eldjárn var pottþéttur að venju. Gagnrýni 8.4.2013 11:00
Óður til leikgleðinnar - og Rambós Frábær sýning. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. Gagnrýni 5.4.2013 10:00
Berskjaldað búnt Það er örugglega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. Gagnrýni 28.3.2013 06:00
Hömluleysi á Jónsmessunótt Ögrandi og djörf sýn ungs leikhúsfólks á William Shakespeare. Gagnrýni 25.3.2013 17:00
Skemmtilegt hliðarspor Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Gagnrýni 21.3.2013 12:00
Grái fiðringurinn fer Grant vel Frábærir útgáfutónleikar, með þéttri hljómsveit og ótrúlega einlægum og góðum söngvara Gagnrýni 18.3.2013 06:00
Besti Tomb Raider í langan tíma Nýi Tomb Raider-leikurinn nær að blása nýju lífi í leikjaseríuna með miklum hasar, skemmtilegum þrautum og fallegri framsetningu. Gagnrýni 16.3.2013 06:00
Rómantískt sjónarhorn Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900. Gagnrýni 14.3.2013 06:00
Áhætta sem borgaði sig Útkoman er í einu orði sagt frábær. Biggi Veira klæðir sígildar lagasmíðar Johns Grant í nýjan búning. Gagnrýni 11.3.2013 13:45
Kynlíf og dóp en ekkert rokk Bíð spennt eftir framhaldsbókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést. Gagnrýni 11.3.2013 13:45
Raf- og taktvæddar Árstíðir Árstíðir er ein af þessum harðduglegu íslensku hljómsveitum sem fjármagna plöturnar sínar sjálfar og spila úti um allar trissur. Gagnrýni 7.3.2013 06:00
Martröð Mikkelsen Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá. Gagnrýni 7.3.2013 06:00
Ekki klikkar Cave Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum Nick Cave. Virkar best í alvöru græjum. Gagnrýni 6.3.2013 06:00
Dimmari og kraftmeiri Bloodgroup Tracing Echoes er stórt skref tónlistarlega frá Dry Land. Hljómurinn er miklu dýpri og dimmari og er eiginlega alveg magnaður. Gagnrýni 5.3.2013 12:00
Glettilega framreiddur gjörningur Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch. Gagnrýni 5.3.2013 06:00
Óhugnaður í Kassanum Þetta er ekkert þægileg sýning. Þeir sem vilja fara í leikhús til að hlæja, skemmta sér og gleyma ættu sennilega ekkert að eltast við hana. En það var engin tilviljun að allir frumsýningargestir risu á fætur við sýningarlok á föstudaginn. Gagnrýni 4.3.2013 06:00
Græskulaust gaman Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Gagnrýni 3.3.2013 15:30