Handbolti

Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust

Ís­lenski mark­vörðurinn Svein­björn Péturs­son horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í hand­bolta nú þegar að Ólafur Stefáns­son hefur tekið við þjálfun liðsins. Verk­efnið fram­undan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Svein­bjarnar, komið inn með margar góðar og já­kvæðar breytingar á skömmum tíma.

Handbolti

„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“

„Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar.

Handbolti

„Ég hef fulla trú“

Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, segir leikmenn mæta vel undirbúna til leiks við Angóla í dag. Hann hefur trú á því að íslenska liðið geti unnið og tryggt þannig sæti í milliriðli.

Handbolti

„Maður fær bara gæsa­húð“

Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli.

Handbolti