Innherji
![](https://www.visir.is/i/4C8FBFE377829D4B211F16F91962FDED00CBAC9FAD6F856E73697DB7656A67AB_308x200.jpg)
Fimm milljarða króna velta með rafmyntir hjá Myntkaupum í fyrra
Velta með rafmyntir í gegnum skiptimarkað Myntkaupa nam tæpum fimm milljörðum króna á síðasta ári og innborganir viðskiptavina í krónum námu 2,4 milljörðum króna. Þetta segir Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa.
![](https://www.visir.is/i/63F51EB43C1814F461E84DE04202D4D22061425FA440FE18655D65BC7A69EFF7_308x200.jpg)
Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka
Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku.
![](https://www.visir.is/i/00C9CD981A1B58AE288A2104893357F69573A49D100D9564B062F9C5609BB4F1_308x200.jpg)
SÍ brýnir fyrir bönkunum að bæta lausafjárstöðuna á næstu misserum
Viðskiptabankarnir verða að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og samhliða huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðu sína til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.
![](https://www.visir.is/i/618222BF8EAD42D6E520DBD8F3495899AB95DE301B39F9E0308A2CF0DCC868D5_308x200.jpg)
Hið opinbera klekkir á einkaaðilum
Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda.
![](https://www.visir.is/i/BA7DDEA413C457D7C3F879BD332CDF2E9DCD0589F8F747B6247BA9B73E705109_308x200.jpg)
Lífeyrissjóðir með helmingi minni hlut í Mílu en þeim stóð til boða að kaupa
Takmörkuð aðkoma sumra af stærstu lífeyrissjóðum landsins við kaup á hlutum í Mílu í samfloti með franska sjóðastýringarfélaginu Ardian þýðir að samanlagður eignarhlutur sjóðanna í fjarskiptafyrirtækinu verður talsvert minni en áður var áætlað. Íslensku lífeyrissjóðirnir munu tilnefna fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Símanum sem fulltrúa sinn í stjórn Mílu eftir að viðskiptin klárast.
![](https://www.visir.is/i/176144E9229A32E84BD92D65A8C8AD8E5D04C7734AE5F56D103D872FF302D812_308x200.jpg)
Vaxtahækkanir eiga eftir að bíta í 600 milljarða króna lánastafla
Endurskoðun fastra vaxta á árunum 2023 til 2025 nær til tæplega 600 milljarða króna af óverðtryggðum íbúðalánum, eða sem nemur fjórðungi af heildarfjárhæð útlána til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út í morgun.
![](https://www.visir.is/i/91811F5336485D488E27A525B62A782718A4EFE7D9ABA059C19DA1335D0AE705_308x200.jpg)
Dregið úr álframleiðslu í Noregi
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
![](https://www.visir.is/i/E21B2CA9B71421955A0E58316ACBD5DC15525BAB4AE418C1628DC668D2DAFA23_308x200.jpg)
Lánþegaskilyrðin komin til að vera en fyrstu kaupendur gætu fengið afslátt
Nýlegar reglur um hámark greiðslubyrðar á húsnæðislánum eru komnar til vera enda lítur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands svo á að reglurnar séu til þess fallnar að draga úr sveiflum fasteignaverðs til lengri tíma litið. Hins vegar gæti nefndin ákveðið að slaka á kröfum sem gerðar eru til fyrstu kaupenda þegar fasteignamarkaðurinn hefur róast.
![](https://www.visir.is/i/74D5E41372577E09C7FC651341FF31599582BCB7814933CDF3003EA9BA1A1DB3_308x200.jpg)
Forstjóri Brims kallar eftir nýrri aðferðafræði við útreikninga á kvótaþaki
Forsendur fyrir útreikningi á samanlögðum aflheimildum einstakra sjávarútvegsfyrirtækja eru óskilvirkar vegna þess forsendur þorskígildisstuðla eru rangar og hafa verið í langan tíma. Þetta er mat Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims.
![](https://www.visir.is/i/7EEC39EE39B62C47B4380FCC70263304CFD7E5215ED7763B58012352DE5A918A_308x200.jpg)
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka
Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn.
![](https://www.visir.is/i/C623F4F5754C14D6207EF140D2CB5F0C98AE678233D6B03910DF290C50DD8316_308x200.jpg)
Forseti EFTA-dómstólsins segir umræðu um kaupauka vera Pandórubox
Enginn stjórnmálamaður er tilbúinn að leggja æru sína að veði til að opna á umræðu um kaupauka fjármálafyrirtækja, sérstaklega í ljósi þess hversu mikla reiði kaupaukar föllnu bankanna vöktu hjá almenningi í kjölfar fjármálahrunsins.
![](https://www.visir.is/i/78EF39416A9C70E92DF524EC75F5AC00EEA52099558A3898A8DABCED7CB997CF_308x200.jpg)
Hægir á innlausnum fjárfesta úr innlendum hlutabréfasjóðum
Fjórða mánuðinn í röð dró lítillega úr innlausnum fjárfesta úr íslenskum hlutabréfasjóðum en stöðugt útflæði hefur verið úr slíkum sjóðum, rétt eins og í öðrum verðbréfasjóðum, samtímis miklum óróa og verðlækkunum á mörkuðum á síðustu mánuðum. Frá því í lok febrúar, þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu, nemur nettó útflæði úr verðbréfasjóðum samanlagt um 23 milljörðum.
![](https://www.visir.is/i/7FC9F161D28A05D8D722998FE12D604D378F52CD6A983892412E62F3D2F264E0_308x200.jpg)
Fimm aumir ráðherrastólar
Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna.
![](https://www.visir.is/i/AE3C1DD7AF246CC50A1A10D9EFDB0D1E50A2C38E4DF6E6B607C5832D54BC5698_308x200.jpg)
Peningaprentun fór úr böndunum í heimsfaraldri
Erfið staða efnahagsmála í Evrópu er ekki eingöngu vegna orkuskorts heldur einna helst afleiðing mikillar peningaprentunar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá vormánuðum 2020. Þetta er mat Lars Christensen, hagfræðings.
![](https://www.visir.is/i/352BF0846C993946DAFB87B1E3079A402C0250D096B98DD6957C121AD82CE207_308x200.jpg)
Endurskoða þarf séríslenskar reglur um kaupauka, segir meðeigandi LOGOS
Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.
![](https://www.visir.is/i/BB38B2397AE8922CD06A10A7F1B7AB16311E55A440A45AC13A366E7BC069E511_308x200.jpg)
Innlán fyrirtækja bólgnað út um nærri 50 prósent á rúmlega einu ári
Ekkert lát er á miklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja en frá því um vorið 2021 hafa þau aukist að umfangi í bankakerfinu um nærri fimmtíu prósent. Á sama tíma hefur verið afar lítil aukning í innlánum heimilanna sem hafa skroppið saman að raunvirði á síðustu mánuðum og misserum.
![](https://www.visir.is/i/7A0CE403F0A9CC162427333879CF0CFB3A8B8ABE37DBBF8816BE03D65483DC89_308x200.jpg)
Gnitanes orðið 9 milljarða króna fjárfestingafélag eftir samruna
Fjárfestingafélagið Gnitanes, sem áður hét Eldhrímnir, var með eigið fé upp á ríflega 9,3 milljarða króna í lok síðasta árs eftir að hafa sameinast öðru fjárfestingafélagi, Eini ehf., sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og stjórnarformanns Play.
![](https://www.visir.is/i/A12C5EE8949CE043A4D2F6A1E62B8C0F137B7C1492486E18E78A71A09E12E22E_308x200.jpg)
Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.
![](https://www.visir.is/i/E8D58A738AEF201AA087ADCC4863490854273982748294454B9023537D3B5678_308x200.jpg)
Spá mesta hagvexti síðustu fimmtán ára
Hagvöxtur á Íslandi verður 7,3 prósent á árinu 2022 ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt verður síðar í dag. Svo mikill hagvöxtur hefur ekki verið hér á landi í fimmtán ár.
![](https://www.visir.is/i/B81B0E13067F87BBC531576884E7A2E63D27483674A02CD4D05FEE06F5137737_308x200.jpg)
Seldi gjaldeyri til að mæta útflæði við útgöngu erlendra vogunarsjóða
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í upphafi vikunnar með einni umsvifamestu sölu sinni á gjaldeyri á þessu ári. Þetta var í annað sinn í þessum mánuði sem bankinn stóð að gjaldeyrissölu á markaði en áður hafði bankinn ekki beitt gjaldeyrisinngripum í meira en þrjá mánuði.
![](https://www.visir.is/i/8C8EC1D1EF62ADA0DA02A5ADCA56BFA041C39B8EF06C8C7AC0CD056ED1544C0F_308x200.jpg)
Fjárfesta þurfi fyrir 584 milljarða evra í raforkukerfi Evrópu
Svo meginland Evrópu geti staðið á eigin fótum í orkumálum og þurfi ekki að kaupa jarðgas af Rússum þarf að fjárfesta um 584 milljörðum evra í í flutnings- og dreifikerfi raforku. Þetta eru frumniðurstöður rannsóknar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið vinna.
![](https://www.visir.is/i/D4F87C0A0CB42FBBFB6C76E5FA5572AF3CFD40EA5E1F2365C6D83E77A5A882ED_308x200.jpg)
Tilfinninganefndirnar
Það skiptir máli að nú þegar við tökum fagnandi á móti erlendum vísitölusjóðum liggi fyrir einhver afstaða til tilnefningarnefnda. Þó vísitölusjóðir hafi ekki mikla skoðun, hafa þeir skoðun á stjórnarháttum.
![](https://www.visir.is/i/990A9D90089D11F3B830048836EC14453ACD29AC71B1463EE6DF3A6194428C62_308x200.jpg)
Sjóðir Vanguard keyptu í Kviku fyrir nærri milljarð króna
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Vanguard ræður yfir nálægt eins prósenta hlut í Kviku eftir að hafa keypt nánast öll þau bréf sem voru seld í bankanum í lokunaruppboði í Kauphöllinni á föstudaginn fyrir rúmlega viku í aðdraganda þess að Ísland færðist upp í flokk nýmarkaðsríkja.
![](https://www.visir.is/i/1F3BF5479EAAF550761326CA34146C5E3E3E436355418B82C9A6538DA124AD18_308x200.jpg)
Vetur nálgast og Pútín er að mistakast
Þar sem Pútín hefur misst alla raunverulega möguleika á að vinna hernaðarsigur, hefur hann nú gripið til þess að stöðva orkusölu til Evrópu í þeirri von að harður vetur á meginlandi Evrópu muni draga úr stuðningi við Úkraínu. Sú aðgerð felur í sér annan dómgreindarbrest ráðamanna í Kreml.
![](https://www.visir.is/i/289E9D0D3B0AB8196C5E4F2BEAA89C6809F033FD01C2CC1A871647B2431F0A73_308x200.jpg)
Sjóvá stækkaði stöðu sína í Marel fyrir um 800 milljónir á skömmum tíma
Sjóvá margfaldaði hlutabréfastöðu sína í Marel yfir nokkurra vikna tímabil í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu í byrjun vikunnar.
![](https://www.visir.is/i/402F57AAEBD023A4FD7FF2CBF53581739BAFC07A44A66C13B0DCEB75D9DD594F_308x200.jpg)
Hætta á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu
Hætta er á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu og fjárfestar hljóta að velta fyrir sér framtíðarsýn fjarskiptafélaganna á meðan tekjuvöxturinn er eins hægur og raun ber vitni. Þetta kemur fram í nýju verðmati greiningarstofunnar Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum.
![](https://www.visir.is/i/4D318C9D261046E03DE35B772EDAAEE9CB4423FCE009FCD0BDD95227FFD4CD64_308x200.jpg)
Mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016
Bein fjárfesting af hálfu erlendra fjárfesta á Íslandi nam 46 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er mesta erlenda fjárfestingin á einum fjórðungi frá árinu 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands.
![](https://www.visir.is/i/871D8F8122C246A2FEA08A9BC61A23D81FF594ECA27C6BD01DFF4063817C74A7_308x200.jpg)
Mismunandi leiðir inn á markaðinn II
Að fá inn akkeris- og/eða kjölfestufjárfesta gerir fyrirtækjum kleift að handvelja tiltekna aðila inn í hluthafahópinn, aðila sem koma ekki einungis með fjármagn heldur verðmæta þekkingu og reynslu að borðinu.
![](https://www.visir.is/i/4E3831326BD87A2FAEE03FBCC57CFB59CD22E25370E4BA48BC274D14BB1568DC_308x200.jpg)
Sjóðastýringarrisinn Vanguard kominn í hóp stærri eigenda Íslandsbanka
Bandaríska eignarstýringarfélagið Vanguard er orðið á meðal stærri hluthafa Íslandsbanka eftir að nokkrir sjóðir í stýringu þess keyptu í bankanum fyrir samanlagt um 1.300 milljónir króna í sérstöku uppboði sem fór fram eftir lokun markaða fyrir helgi.
![](https://www.visir.is/i/73D023F35A600F1CF6289A2E14DCDCA523AC3A465B99F04661490B8C68329B1C_308x200.jpg)
Gunnþór: Sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar
Þrátt fyrir innrás Rússa fyrir um hálfu ári síðan hefur sala á uppsjávarafurðum til Úkraínu gengið vonum framar á þessu ári, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað.