Körfubolti

Jalen Jackson til Hauka

Haukarnir eru búnir að finna nýjan bandarískan leikmann í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa verið án bandarísks leikmanns eftir áramót.

Körfubolti

Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara

Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima.

Körfubolti

Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni

„Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal.

Körfubolti

Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það

„Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

Körfubolti

Mikil spenna og mikið skorað í NBA í nótt

Það fóru nokkrir rosalegir leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Detroit Pistons, Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors í háspennuleik og Atlanta Hawks unnu Toronto Raptors.

Körfubolti