Körfubolti

Hjalti Þór tekur við Ís­lands­meisturum Vals

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna. Valskonur hafa verið án þjálfara frá lokum tímabilsins en Ólafur Jónas Sigurðsson ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa landað titlinum í vor.

Körfubolti

Fær James Hard­en ofur­samning hjá Hou­ston Rockets?

Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum.

Körfubolti

Okeke flytur í Ólafssal

Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð.

Körfubolti

Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric

Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum.

Körfubolti

Ægir Þór og félagar úr leik

Ægir Þór Steinarsson og félagar í HLA Alicante eru úr leik í úrslitakeppni Leb Oro deildarinnar á Spáni, eftir 60-63 tap gegn Zunder Palencia í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum.

Körfubolti

Úrslitaeinvígi NBA hefst í kvöld

Úrslitaeinvígi Denver Nuggets og Miami Heat í NBA-deildinni fer af stað í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun á miðnætti.

Körfubolti