Lífið

Fréttamynd

Tanja Ýr eignaðist dreng

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa eignast þeirra fyrsta barn. Tanja Ýr fæddi dreng þann 23. janúar og segir að hún og Ryan gætu ekki verið heppnari.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Korn­ungur og í vand­ræðum með holdris

Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vissi að minn bati væri á mína á­byrgð“

Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi en þess ber þó að geta að margir eru vangreindir og einkennalausir. Ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna á blóðtappa en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða. Þannig var það í tilfelli Mörthu Lind Róbertsdóttur, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum í lok ágúst árið 2023. Þriggja barna móðir sem lifði heilbrigðum lífsstíl og hafði aldrei kennt sér meins.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna og KFC á þorra­blóti Aftur­eldingar

Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa

Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði.

Lífið
Fréttamynd

„Er Sophia dauður?“

„Það var farið að líða svolítið á þessa forræðisdeilu þegar ég komst í kynni við Halim Al. Ég varð mér út um númerið hans og fór til Istanbúl og hitti hann þar. Hann sagði mér frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að þetta hefði verið svolítið einsleit umfjöllun hér á Íslandi,“ segir Loftur Atli Eiríksson, blaðamaður og ritstjóri Séð og heyrt á sínum tíma í þáttunum Séð & heyrt, sagan öll sem Þorsteinn J hefur yfirumsjón með á sunnudagskvöldum á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar

Sara María Júlíudóttir fatahönnuður og meðferðaraðili segist enn vera að melta ferð inn í frumskóga Afríku, þar sem hún kláraði mastersnám í meðferð hugvíkkandi efna. Sara ræðir þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar en hún stendur í febrúar fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu. Hún vill opna umræðuna um hugvíkkandi efni og að Ísland taki fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Lífið
Fréttamynd

Þorir loksins að hlusta á út­varpið í bíl mömmu sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður og rithöfundur er orðinn óhræddur við að kveikja á útvarpinu í bílnum. Hann fékk bílpróf fyrir rúmum þremur árum síðan, segist vera afleitur ökumaður og keyrði lengi vel í þögninni einni. Vinnufélagi segir hann hafa stórbætt sig frá því hann hafi varla þorað að keyra út úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Ný mynd um Jackson í upp­námi vegna dómsáttar frá 1993

Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar.

Lífið
Fréttamynd

Víbradorar á víða­vangi og nærbuxnalausar konur

Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans

Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Lífið
Fréttamynd

Áhrifa­mesti Ís­lendingur skáksögunnar ní­ræður

Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar verður heiðraður í Hörpu í dag á níræðisafmælisdaginn. Forseti Skáksambands Íslands segir Friðriki að þakka að skákin sé jafn vinsæl á Íslandi og raun ber vitni. 

Lífið
Fréttamynd

Svala slær sér upp

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins

Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.

Lífið
Fréttamynd

Biðu hjálpar í tíu klukku­stundir í flugvélabraki

„Rétt áður en vélin skall niður hrópaði ég: „Guð minn almáttugur. Guð blessi okkur öll!“ Sú hugsun um að nú væri allt búið heltók mig. Ég vildi samt ekki trúa því. Ég elska ykkur,“ sagði ég við Auði og dóttur okkar.“

Lífið