Lífið

GDRN selur í­búðina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, þekkt sem GDRN, og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa sett fallega íbúð sína við Hraunbæ 196 til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 59,9 milljónir. 

Lífið

Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára af­mæli Gústa B

Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. 

Lífið

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp

Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Lífið

Blönk í bænum með uppblásið sófa­sett í stofunni

Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með.

Lífið

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið

Eva Ruza fjórði sendi­herrann

Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason, og bætist Eva í þennan glæsilega hóp.

Lífið

Lekker listamannaíbúð í Vestubænum

Glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð við Víðimel 58 í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin er um 139 fermetrar að stærð með sérinngangi og bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir. 

Lífið

Cardi B og Offset hætt saman

Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi.

Lífið

Njóttu að­ventunnar að hætti Lindu Pé

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, hvetur fólk að huga að því hvernig það verji tíma sínum á aðventunni. Hún kveðst mikið desemberbarn sem hefur lært að einföldu stundirnar gefa henni mest. 

Lífið

Snið­gekk há­vaxna leikara til að spara pening

Leikstjórinn James Cameron réði bara aukaleikara sem voru undir 172 sentimetrar á hæð til að leika í Titanic. Þannig gat hann sparað 750 þúsund dollara, rúmar hundrað milljónir króna, við smíðar á kvikmyndasettinu.

Lífið

„ADHD er ofurkraftur“

Thelma Dögg Harðardóttir samfélagsmiðlastýra og sveitastjórnarfulltrúi VG í Borgarbyggð var greind með ADHD fyrir níu árum. Eftir stutta reynslu af Concerta einsetti hún sér að lifa með greiningunni lyfjalaus og lagðist í mikla og djúpa sjálfsvinnu. Í dag talar hún um ekki um ADHD-ið ekki sem röskun. Hún kallar það ofurkraft.

Lífið

Systir Honey Boo Boo er látin

Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Lífið

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Lífið