Lífið

„Við ákváðum að vera ekki á djamminu“

Sigmar Vilhjálmsson hefur í áraraðir verið einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að viðskiptum. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans.

Lífið

Sósan sem passar með öllu

Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin.

Lífið

Ariana Grande trúlofuð

Bandaríska söngkonan Ariana Grande og fasteignasalinn Dalton Gomez eru trúlofuð. Frá þessu greindi söngkonan á Instagram fyrr í dag.

Lífið

Fauci bólu­setti jóla­sveininn

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur.

Lífið

Sér enn eftir að hafa hætt við að gefa út Dansaðu vindur með Eivør

„Þetta breyttist úr hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju yfir í streymistónleika heim í stofu út af dálitlu“ segir söngkonan Hera Björk, sem heldur sína árlegu jólatónleika annað kvöld. Hún er svekkt að geta ekki boðið fólki á tónleikana sem hún hafði séð fyrir sér, en þakklát að fá að halda þá þó að það sé með breyttu sniði.

Lífið

Eminem biður Rihönnu afsökunar

Rapparinn Eminem hefur beðið söngkonuna Rihönnu afsökunar á því að hafa tekið afstöðu með fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown, í kjölfar heimilisofbeldis sem hann beitti hana. Afsökunarbeiðnin kemur í laginu Zeus þar sem hann segist ekki hafa ætlað að særa hana.

Lífið

Svala og Kristján trúlofuð

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu.

Lífið

Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti

Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar.

Lífið